Sigga Ózk vill setjast í forsetastólinn

Framakonur | 9. júlí 2023

Sigga Ózk vill setjast í forsetastólinn

„Það eru alltaf fleiri stelpur að fá tækifæri til að stíga inn í sviðsljósið og það finnst mér að sjálfsögðu meiri háttar,“ segir Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Sigga Ózk. Hún gaf út tónlistarmyndband við lagið SJÁÐU MIG á dögunum og baðar sig í frægðarsólinni í bland við íslensku sumarsólina sem er loksins farin að láta sjá sig. 

Sigga Ózk vill setjast í forsetastólinn

Framakonur | 9. júlí 2023

Söngkonan Sigga Ózk veit hvað hún vill.
Söngkonan Sigga Ózk veit hvað hún vill. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

„Það eru alltaf fleiri stelp­ur að fá tæki­færi til að stíga inn í sviðsljósið og það finnst mér að sjálf­sögðu meiri hátt­ar,“ seg­ir Sig­ríður Ósk Hrafn­kels­dótt­ir, bet­ur þekkt und­ir lista­manns­nafn­inu Sigga Ózk. Hún gaf út tón­list­ar­mynd­band við lagið SJÁÐU MIG á dög­un­um og baðar sig í frægðarsól­inni í bland við ís­lensku sum­arsól­ina sem er loks­ins far­in að láta sjá sig. 

„Það eru alltaf fleiri stelp­ur að fá tæki­færi til að stíga inn í sviðsljósið og það finnst mér að sjálf­sögðu meiri hátt­ar,“ seg­ir Sig­ríður Ósk Hrafn­kels­dótt­ir, bet­ur þekkt und­ir lista­manns­nafn­inu Sigga Ózk. Hún gaf út tón­list­ar­mynd­band við lagið SJÁÐU MIG á dög­un­um og baðar sig í frægðarsól­inni í bland við ís­lensku sum­arsól­ina sem er loks­ins far­in að láta sjá sig. 

Sigga Ózk heillaði lands­menn fyrr á ár­inu með þátt­töku sinni í Söngv­akeppni sjón­varps­ins, en hún söng sig inn í hjörtu áhorf­enda með lag­inu Gleyma þér og dansa. Þessi unga, líf­lega, og metnaðarfulla kona á svo sann­ar­lega framtíðina fyr­ir sér í tónlist enda með stór framtíðar­plön, en hún von­ast til að ná á svipaðar slóðir og söngdív­urn­ar Beyoncé og Ari­ana Grande.

Áhug­inn kviknaði á leik­skóla­ár­un­um

„Ég hef elskað tónlist frá því að ég var barn. All­ir í fjöl­skyld­unni eru mjög tón­list­arglaðir og það er mikið um tónlist og söng í mat­ar­boðum og fjöl­skyldu­hitt­ing­um.“ seg­ir Sigga Ózk. Unga söng­kon­an er dótt­ir gít­ar­leik­ar­ans Hrafn­kels „Kela“ Pálm­ars­son­ar, sem marg­ir þekkja úr hinni vin­sælu hljóm­sveit Í svört­um föt­um og El­ín­ar Maríu Björns­dótt­ur sem stjórnaði Brúðkaupsþætt­in­um Já, sem sýnd­ur var á Skjá Ein­um við mikl­ar vin­sæld­ir.

Sigga Ózk hefur dansað og sungið ásamt föður sínum, Hrafnkeli …
Sigga Ózk hef­ur dansað og sungið ásamt föður sín­um, Hrafn­keli „Kela“ Pálm­ars­syni frá unga aldri. Ljós­mynd/​Sigga Ózk

Sigga Ózk varð hug­fang­in af söng­leikj­um og það strax á leik­skóla­aldri. Hún horfði á all­ar klass­ísku banda­rísku söng­leikja­mynd­irn­ar og söng með af mik­illi inn­lif­un fyr­ir fram­an sjón­varps­skjá­inn og því ljóst í hvað stefndi. 

„Ég byrjaði að horfa á söng­leikja­mynd­ir þegar ég var mjög ung, en amma mín og afi kynntu mig fyr­ir þess­um dá­sam­lega heimi. Ég heillaðist frá fyrstu stundu og man eft­ir mér kannski fjög­urra eða fimm ára gam­alli að syngja lagið Tomorrow úr söng­leikn­um Annie,“ seg­ir Sigga Ózk um fyrstu kynni sín af tónlist. 

Áhug­inn og ástríðan leiddu hana í söng­leikj­a­nám í Söng­skóla Sig­urðar Demetz, en þar hef­ur hún stundað nám und­ir hand­leiðslu framúrsk­ar­andi kenn­ara síðastliðin tvö ár og stefn­ir á frek­ara nám er­lend­is. 

„Ég var að klára miðprófið hjá Sig­urði Demetz og ætla mér að sækja um nám í bæði tón­list­ar– og laga­smíðum og við söng­leikja­deild. Mig dreym­ir um að kom­ast inn í skóla í Lund­ún­um eða í Svíþjóð, en ég bjó þar þegar ég var yngri og hef alltaf saknað lands­ins,“ seg­ir söng­kon­an. 

Söngkonan er alltaf í góðu skapi.
Söng­kon­an er alltaf í góðu skapi. Ljós­mynd/​Sigga Ózk

Óvænt sam­starf með Æði–bita

Sigga Ózk gaf út lagið SJÁÐU MIG á síðasta ári og var það sann­kallaður sum­ars­mell­ur, en söng­kon­an hlaut lof gagn­rýn­enda og náði án efa mörg­um á dans­gólfið með þess­um suðræna smelli. 

Á dög­un­um end­urút­gaf hún lagið og er það nú dú­ett með Æði–bit­an­um Bassa Maraj. Dúó–ið sendi einnig frá sér stór­skemmti­legt tón­list­ar­mynd hinn 23. júní síðastliðinn. „Það var bara geggjað að taka upp tón­list­ar­mynd­band og ég fékk að gera það með æðis­legu og hæfi­leika­ríku fólki,“ seg­ir Sigga Ózk. 

Söng­kon­an býr ásamt kær­asta sín­um, Sig­fúsi Jó­hanni Árna­syni, kvik­mynda­gerðamanni, en parið vann að gerð tón­list­ar­mynd­bands­ins í sam­ein­ingu. „Ég var búin að sofa á þess­ari hug­mynd í þónokk­urn tíma en átti svo sam­tal við Sig­fús og þá ákváðum við láta hug­mynd­ina verða að veru­leika.“

Sigga Ózk var mjög spennt fyr­ir sam­starf­inu með Bassa Maraj, en hann hef­ur verið að gera það gott í ís­lenska tón­list­ar­brans­an­um síðastliðin ár og gefið út fjölda gríp­andi electro–popp­laga. „Bassi Maraj kom inn í hljóðverið og henti þess­ari snilld inn í lagið. Mig minn­ir að þetta hafi tekið tæp­lega eina klukku­stund og hann gerði þetta bara full­kom­lega. Bassi kom, sá og sigraði,“ seg­ir Sigga Ózk um Æði–bit­ann, en tón­list­ar­mynd­band dúós–ins hef­ur hlotið yfir 4.000 áhorf á Youtu­be. 

Ertu að vinna að plötu? 

„Ég er að vinna að hug­mynd, hún kem­ur í ljós!“

Það er margt spennandi framundan hjá ungu söngkonunni.
Það er margt spenn­andi framund­an hjá ungu söng­kon­unni. Ljós­mynd/​Sigga Ózk

Klara Elías hringdi!

Hinn 4. mars síðastliðinn fylgd­ust spennt­ir aðdá­end­ur Söngv­akeppni sjón­varps­ins með þeim fimm atriðum sem áttu mögu­leika á því að koma fram fyr­ir Íslands hönd á stóra sviðinu í Li­verpool. Sigga Ózk var ein þeirra sem náðu í úr­slitaþátt­inn og flutti þar enska út­gáfu lags­ins Gleyma þér og dansa, Danc­ing Lonely og heillaði unga sem aldna með glaðlegri og fal­legri fram­komu sinni. 

Eins og lands­menn vita flest­ir þá stóð Diljá Pét­urs­dótt­ir uppi sem sig­ur­veg­ari með lag­inu Power, en Sigga Ózk er óend­an­lega þakk­lát fyr­ir tæki­færið og sér þetta sem stökkpall út í hinn stóra heim. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by SIGGA ÓZK (@sigga­ozk)

„Klara Elías, sem marg­ir muna eft­ir úr ís­lensku stúlkna­sveit­inni Nylon, heyrði í mér og spurði hvort ég hefði áhuga á því að flytja lagið henn­ar. Ég átti ekki eitt ein­asta orð, var bara með stjörn­ur í aug­un­um, spennt og yf­ir­full af þakk­læti enda alltaf langað til þess að taka þátt. Ég er mik­ill Eurovisi­on–aðdá­andi,“ seg­ir Sigga Ózk. 

„Þetta var draum­ur og ég bara náði að njóta hverr­ar sek­úndu af þessu æv­in­týri og það þökk sé Klöru. Ég hefði per­sónu­lega ekki viljað gera þetta með nein­um öðrum, hún hjálpaði mér að und­ir­búa þetta og gaf mér svo mikið,“ seg­ir söng­kon­an um sam­starfið við Klöru Elías. 

„Eins og ég sagði hef­ur þetta verið draum­ur frá því að ég var lít­il stúlka og það gleður mig svo mikið að heyra hvað ung­ir krakk­ar eru að elska lagið. Á hverj­um degi heyri ég eitt­hvað fal­legt um flutn­ing­inn, lagið eða mig og það eru svo marg­ir krakk­ar sem vilja fá mynd, árit­un, spjalla eða spyrja um eitt­hvað. Ég dýrka þenn­an litla aðdá­enda­hóp – mig vant­ar bara nafn á hóp­inn,“ seg­ir Sigga Ózk og hlær. 

Kennslu­stof­an, stóra sviðið og Bessastaðir

Þó ung sé að árum er hin 24 ára gamla söng­kona með stóra drauma, þó mis­stóra og mis­há­leita, en hún veit svo sann­ar­lega hvað hún ætl­ar sér að gera og það nær frá A–Ö. 

„Ég á mér draum. Nei, ég á mér drauma,“ seg­ir söng­kon­an. „Stóri draum­ur­inn er auðvitað að ná á þann stað sem Ari­ana Grande og Beyoncé eru á. Ég vil ferðast um heim­inn og syngja fyr­ir alla. 

Ég vil leika í Hollywood–kvik­mynd­um, þátt­um og söng­leikja­mynd­um, það væri auðvitað gam­an að upp­lifa það að leikja í söng­leikja­mynd enda byrjaði ástríðan við það að horfa á söng­leikja­mynd­ir,“ út­skýr­ir Sigga Ózk. 

Sigga Ózk elskar að koma fram á tónleikum.
Sigga Ózk elsk­ar að koma fram á tón­leik­um. Ljós­mynd/​Sigga Ózk

„Ég elska allt, allt sem snýr að hinum svo­kallaða skemmt­anaiðnaði (e. show bus­iness). Ég veit að ég á heima í þess­um iðnaði, ég elska ekki bara að syngja, ég elska alla vinn­una og vil vera með putt­ana í einu og öllu,“ seg­ir söng­kon­an. Hún var aðeins 14 ára göm­ul þegar hún setti á svið fyrstu tón­list­ar­atriðin sín og sá sjálf um að allt gengi áfalla­laust fyr­ir sig sem það að sjálf­sögðu gerði. 

Ásamt því að sinna tón­list­inni af mik­illi ástríðu er Sigga Ózk í há­skóla­námi, en hún mun út­skrif­ast með B.ed–gráðu í kennslu­fræðum næsta vor. Söng­kon­an brenn­ur fyr­ir mennta­mál­um og dreym­ir um að sinna því sam­hliða tón­list­inni. 

„Mig lang­ar að betr­um­bæta mennta­kerfið á Íslandi, stofna skóla eða pró­gramm sem verður hægt að inn­leiða í skóla og mögu­lega tengja list­ina inn í það. Ég er sömu­leiðis opin fyr­ir því að opna munaðarleys­ingja­hæli er­lend­is,“ út­skýr­ir Sigga Ózk. 

Söng­kon­an sér sig einnig setj­ast í for­seta­stól­inn og meg­um við því eiga von á að sjá og heyra: Sigga Ózk til for­seta 2050. 

mbl.is