,,Mín eina ritskoðun er samviskan og fjölskyldan”

Podcast með Sölva Tryggva | 10. júlí 2023

,,Mín eina ritskoðun er samviskan og fjölskyldan”

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró segist aldrei hafa látið neikvæðar athugasemdir hafa mikil áhrif á sig. Gummi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar , segir fólk ekki mega láta neikvæðasta fólkið á internetinu stýra því hvað maður gerir.

,,Mín eina ritskoðun er samviskan og fjölskyldan”

Podcast með Sölva Tryggva | 10. júlí 2023

Gummi kíró hræðist ekki að vekja á sér athygli.
Gummi kíró hræðist ekki að vekja á sér athygli. Ljós­mynd/​Arn­ór Trausti

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró segist aldrei hafa látið neikvæðar athugasemdir hafa mikil áhrif á sig. Gummi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar , segir fólk ekki mega láta neikvæðasta fólkið á internetinu stýra því hvað maður gerir.

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró segist aldrei hafa látið neikvæðar athugasemdir hafa mikil áhrif á sig. Gummi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar , segir fólk ekki mega láta neikvæðasta fólkið á internetinu stýra því hvað maður gerir.

,,Ég er í raun mjög lítið í að ritskoða mig eða að detta í þá gildru að láta neikvætt fólk stýra því hvað maður gerir. Mín ritskoðun er bara samviska mín og mitt nánasta fólk. En um leið og þú ert farinn að pæla í því hvað Palli úti í bæ er að segja um þig, þá verður ekkert úr neinu. Auðvitað er ekki gaman að lesa neikvæða hluti um sjálfan sig, en maður má ekki láta það stýra sér. Það sem hefur stuðað mig mest er ef fólk segir eitthvað um mann sem er beinlínis ósatt, eða ef fólk er að reyna að vera ,,nasty”. En það varir ekki lengi og langmest af þeim viðbrögðum sem ég fæ eru mjög jákvæð. Það sem er leiðinlegast er ef að dóttir mín sér eitthvað skrifað um mig sem hefur áhrif á hana. Ef eitthvað tengt mér hefur slæm áhrif á börnin mín eða mömmu og pabba, þá er það mjög leiðinlegt. En ég verð í raun mjög lítið var við neikvæðar athugasemdir, en stundum kemur fólk til mín og vill láta mig vita af neikvæðum athugasemdum eða kjaftasögum. Þá segi ég oftast að ég þurfi bara ekkert á því að halda að heyra meira um það.”

Mikið hark að koma ferlinum af stað

Gummi, sem er líklega þekktasti kírópraktor Íslands segir að fyrst eftir að hann varð kírópraktor hafi vinnudagarnir verið langir og mikið hark að koma sér upp hópi viðskiptavina:

,,Ég reyni að vinna minna núna en áður, bæði til að geta haft meiri tíma fyrir börnin mín og til að geta hlúð betur að sjálfum mér. Þetta er ekki lengur vinnudagar frá 7-19 eins og var þegar ég var í harkinu. Fyrst eftir útskriftina varð ég að vinna mikið til að ná í kúnna. Ekki síst þar sem ég var í Svíþjóð, þar sem enginn þekkti mig og þar sem er nánast einhver að meðhöndla á hverju horni. En það tímabil kenndi mér mikið og þar varð ég að finna leiðir til að markaðssetja mig og koma mér almennilega af stað. Það nýttist mér svo vel þegar ég kom heim til Íslands á mun minni markað,” segir Gummi og heldur áfram:

,,Ég sá ákveðinn glugga í því að nota samfélagsmiðla og verða ,,Gummi Kíró” og svo byrjaði boltinn að rúlla frekar hratt. Ég byrjaði að vinna með áhrifavöldum þegar ég kom heim árið 2012 og notaði líka facebook til að auglýsa mig. Það var á gráu svæði og á endanum var niðurstaðan sú að ég mætti ekki auglýsa mig beint eins og gilti um annað heilbrigðisstarfsfólk. Þá fór ég að leika mér aðeins á gráu svæði og núna gera það nánast allir. En ég hef alltaf verið óhræddur við að setja mig þarna út og láta fólk hafa skoðanir á mér.”

Mikil símanotkun hefur slæm áhrif á stoðkerfið

Gummi hefur í áraraðir meðhöndlað fólk sem kírópraktor og segist sjá það í störfum sínum að mikil símanotkun sé farin að hafa veruleg áhrif á stoðkerfi fólks almennt:

,,Staðan er því miður ekki alveg nógu góð almennt hjá fólki. Þegar ég byrjaði að læra árið 2006 var ekki mikið þekkt að fólk væri með svona mikla verki í brjóstbaki og í kringum axlir og háls. Þetta er beintengt því hvernig við erum að beita líkamanum og þá ekki síst varðandi síma og tölvur. Það er nýtt að fólk sé að horfa niður á skjá stóran hluta dagsins og það getur búið til vandamál ef fólk er ekki meðvitað um að vinna gegn því. Þegar við erum langtímum saman aðeins uppskrúfuð í taugakerfinu og erum í streitu og rangri er stutt í bólgumyndun og þá byrja verkjavandamál. Þó að ég geti hjálpað fólki að létta á verkjum verður fólk að vinna heildrænt með taugakerfið til að koma í veg fyrir að vandamálið verði ekki viðvarandi. Við kunnum almennt ekki alveg að vera í réttri líkamsstöðu. Fólk veit hvernig það á að teygja á fótum og mjöðmum, en ekki hvað á að gera þegar hálsinn og herðarnar eru komin í lás,” segir Gummi og heldur áfram:

,,Því miður er talsvert um fólk úti í bæ sem er að hnykkja og meðhöndla sem hefur hvorki reynslu né menntun. Það hefur mjög oft gerst að ég fái til mín fólk sem er illa statt eftir aðila sem hafa verið að losa háls án þess að kunna það. Þá þarf ég að vinna upp traust af því að fólk er í áfalli eftir meðferðina.”

Gummi segir margt í nútímanum til þess fallið að ýta undir heilsuleysi. Ein af afleiðingum þess sé lágt testósterón, sem hafi mjög neikvæðar afleiðingar, sérstaklega fyrir karlmenn:

,,Við missum metnað ef testósterón verður of lágt og það er ein af ástæðum þess að ég lyfti mikið og borða fæðu sem ýtir undir testósterónframleiðslu. Ég vil ekki missa metnað, drifkraft eða kynhvötina. Það hefur átt sér stað þróun í umræðunni í þá átt að testósterón sé orðið neikvætt fyrirbæri. Ég er algjörlega ósammála því. Testósterón er lífshormónið okkar. Ég fæ til mín mikið af karlmönnum á fertugs- fimmtugs- og sextugsaldri þar sem ég sé bara strax að það vantar testósterón. Það er hægt að vinna gegn þessu með réttum lífsstíl.”

 Hægt er að hlusta á brot úr hlaðvarpi Sölva Tryggva­son­ar á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is