Milljarðamæringurinn Elon Musk er langt því frá sáttur með stofnun samfélagsmiðilsins Threads sem svipar til Twitter.
Milljarðamæringurinn Elon Musk er langt því frá sáttur með stofnun samfélagsmiðilsins Threads sem svipar til Twitter.
Milljarðamæringurinn Elon Musk er langt því frá sáttur með stofnun samfélagsmiðilsins Threads sem svipar til Twitter.
Hann birti sérkennilega áskorun til Mark Zuckerberg á Twitter í gærdag, en í henni skoraði hinn sérvitri Musk á Meta-eigandann í mælingu á typpastærðum, það er að segja, hvor er stærri, Twitter eða Threads?
Twitter-eigandinn, sem er 52 ára gamall og tíu barna faðir, sendi frá sér áskorunina aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann kallaði Zuckerberg „veikburða aumingja“ (e. cuck) á samfélagsmiðlinum.
Milljarðamæringarnir hafa lengi átt í bitrum deilum og er líklegt að þær magnist á komandi dögum og vikum nú þegar Zuckerberg hefur sett á markað miðil sem ógnar framtíð Twitter. Yfir 70 milljónir notenda skráðu sig á Threads á fyrstu dögum þess og er miðillinn á góðri leið að verða stærri en Twitter.
Zuckerberg hefur ekki svarað þessari áskorun Musk, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Musk skorar á Meta-eigandann. Þeir samþykktu í júní að mæta hvor öðrum í UFC-bardagabúri, en bardaginn hefur ekki farið fram.