Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir er þekkt fyrir að vera með marga bolta á lofti á Fáskrúðsfirði. Þegar hún er ekki að sinna starfi sínu sem safnvörður á safninu Frökkum á Íslandsmiðum sér hún um að halda bæjarbúum í formi enda menntaður einkaþjálfari og þolfimikennari.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir er þekkt fyrir að vera með marga bolta á lofti á Fáskrúðsfirði. Þegar hún er ekki að sinna starfi sínu sem safnvörður á safninu Frökkum á Íslandsmiðum sér hún um að halda bæjarbúum í formi enda menntaður einkaþjálfari og þolfimikennari.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir er þekkt fyrir að vera með marga bolta á lofti á Fáskrúðsfirði. Þegar hún er ekki að sinna starfi sínu sem safnvörður á safninu Frökkum á Íslandsmiðum sér hún um að halda bæjarbúum í formi enda menntaður einkaþjálfari og þolfimikennari.
Sesselja Fjóla er fædd og uppalin á Stöðvarfirði auk þess sem hún hefur búið í Kópavogi. Það má þó segja að ástin hafi dregið hana til Fáskrúðsfjarðar þar sem hún hefur búið undanfarin 12 ár. „Eiginmaður minn er fæddur hér og uppalinn og einnig á ég ættir að rekja hingað og á margar frænkur og frændur í firðinum fagra Fáskrúðsfirði,“ segir Sesselja Fjóla sem segir að sér líði afskaplega vel í Fáskrúðsfirði.
Hvað er það sem heillar við bæinn?
„Það sem mér finnst heillandi við bæinn er fallegur gróður, snyrtimennska, falleg gömul og endurbyggð hús, fallegur fjallahringur og fólkið sem hér býr.“
Hvað er skemmtilegt að skoða á Franska safninu?
„Franska safnið er sannarlega vert að heimsækja þar sem sögu franskra og belgískra sjómanna eru gerð góð skil sem og um allan fjörðinn en hér er hún áþreifanleg allt um kring. Ég starfa á safninu á sumrin en á veturna tek ég á móti hópum í Norðurljósahús Íslands sem er hér í gömlu fallegu húsi.“
Sesselja Fjóla mælir með að fá sér sundsprett í Sundlaug Fáskrúðsfjarðar. „Sundlaugin er ein af elstu innisundlaugum landsins og þar er dásamlegt að eiga stund,“ segir hún. Svo vill til að Sesselja Fjóla þekkir sundlaugina betur en margir aðrir en hún kennir vatnsleikfimi í henni. Auk þess kennir hún heldri borgurum dans og leikfimi.
„Ég sæki orku í náttúruna og hreinlega elska það að ástunda hreyfingu við hæfi og getu hvern dag í öllum veðrum,“ segir Sesselja Fjóla sem segir margar fallegar gönguleiðir í Fáskrúðsfirði og nágrenni. „Ég og vinkona mín Berglind Ósk Agnarsdóttir sagnakona höfum í nokkur ár boðið upp á gönguferðir út um allar koppagrundir; sögur eru sagðar, sungið og á stundum tekin dansspor og fleira sem mér hugnast hverju sinni.“ Hún mælir sérstaklega með að virða fyrir sér Gilsárfoss og segist ganga þangað oft. Sesselja Fjóla mælir einnig með skógræktinni Nýgræðingi á Stöðvarfirði en þaðan á hún góðar æskuminningar.
Franskir sjómenn komu til Fáskrúðsfjarðar.
• Cafe Sumarlína er til húsa í gömlu húsi niðri við sjó og á sér mikla sögu.
• Gallerí Kolfreyja er í fallegu gömlu endur- byggðu húsi sem heitir Tangi og var áður
kaupfélag. Þar má finna handverk heimamanna.
• Templarinn er sögufrægt hús hér í bæ en á dögunum keyptu fjórir einstaklingar
húsið og til stendur að bjóða upp á lista- og
sölusýningu þar í framtíðinni og kaffihúsastemningu.
• Í Loppu er hægt að fylla á bíltankinn og metta einnig magann með pylsu og kóki
svo eitthvað sé nefnt.
• Veitingastaðurinn L‘Abri er í Franska spít- alanum og einnig Fosshótel Austfirðir.
• Hér er fallegur fjölskyldugarður með hoppubelg, aparólu og fleira.