Lögbrot að birta greinargerðina

Lindarhvoll | 13. júlí 2023

Lögbrot að birta greinargerðina

Að mati ríkisendurskoðanda braut Sigurður Þórðarson, sem var um tíma settur ríkisendurskoðandi í Lindarhvolsmálinu, tvímælalaust málsmeðferðarreglur embættisins er hann sendi greinargerð sína til annarra en embættis ríkisendurskoðanda. Greinargerðin hafi aldrei átt að fara annað en til ríkisendurskoðanda og er dreifing hennar lögbrot. Þá telur ríkisendurskoðandi Sigurð hafa farið út fyrir umboð sitt við gerð greinargerðarinnar.

Lögbrot að birta greinargerðina

Lindarhvoll | 13. júlí 2023

Guðmundur Björgvin Helgason og Sigurður Þórðarson.
Guðmundur Björgvin Helgason og Sigurður Þórðarson. Samsett mynd

Að mati ríkisendurskoðanda braut Sigurður Þórðarson, sem var um tíma settur ríkisendurskoðandi í Lindarhvolsmálinu, tvímælalaust málsmeðferðarreglur embættisins er hann sendi greinargerð sína til annarra en embættis ríkisendurskoðanda. Greinargerðin hafi aldrei átt að fara annað en til ríkisendurskoðanda og er dreifing hennar lögbrot. Þá telur ríkisendurskoðandi Sigurð hafa farið út fyrir umboð sitt við gerð greinargerðarinnar.

Að mati ríkisendurskoðanda braut Sigurður Þórðarson, sem var um tíma settur ríkisendurskoðandi í Lindarhvolsmálinu, tvímælalaust málsmeðferðarreglur embættisins er hann sendi greinargerð sína til annarra en embættis ríkisendurskoðanda. Greinargerðin hafi aldrei átt að fara annað en til ríkisendurskoðanda og er dreifing hennar lögbrot. Þá telur ríkisendurskoðandi Sigurð hafa farið út fyrir umboð sitt við gerð greinargerðarinnar.

Sigurður var settur ríkisendurskoðandi til að endurskoða Lindarhvol ehf. og hafa eftirlit með framkvæmd samnings milli Lindarhvols ehf. og fjármálaráðuneytisins þar sem þáverandi ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, var vanhæfur til þess vegna fjölskyldutengsla við stjórnarmann Lindarhvols ehf. Gegndi Sigurður þessu hlutverki frá 29. apríl 2016 til sumars 2018.

Á umræddum tíma vann Sig­urður greinargerð um eft­ir­lit með samn­ingi fjár­málaráðherra og Lind­ar­hvols. Nýlega birti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, almenningi greinargerðina.

Hafi brotið trúnað

Með dreifingu greinargerðarinnar telur ríkisendurskoðandi að brotið hafi verið á 14. og 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.

„Hann Sigurður Þórðarson, í júlímánuði 2018, rýfur trúnað við ríkisendurskoðanda með því að senda öðrum en ríkisendurskoðanda, sem fór með málið, greinargerðina. Hún er ekki það sjálfstæða gagn í málinu sem að hann vill að það sé. Hann viðurkennir sjálfur í bréfinu, þar sem hann skilar þessari greinargerð, að hún hafi ekki verið fullkláruð, þannig að þetta eru bara drög að ókláruðu verki,“ segir Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi í samtali við mbl.is.

Segir Guðmundur að Sigurður hafi sent greinargerðina til Alþingis, fjármálaráðuneytisins, Seðlabanka Íslands, Umboðsmanns Alþingis, forseta Alþingis og embættis ríkisendurskoðanda.

„Þessi ókláraða greinargerð var aldrei send til umsagnar eða andmæla þeirra sem að hún fjallar um. Það er grundvallarskilyrði í okkar málsmeðferð að við birtum ekki skýrslur eða gögn frá okkur öðruvísi en að gæta að því,“ segir Guð­mund­ur og bætir við:

„Með þessu er ekki bara verið að brjóta á okkar málsmeðferðarreglum heldur er verið að brjóta á rétti þeirra sem um er fjallað.“

Fór út fyrir umboð sitt

Í greinargerð Sigurðar seg­ir hann sam­skipti sín og stjórn­ar og ráðgjafa Lind­ar­hvols ehf. hafa valdið sér erfiðleik­um að ljúka verk­efn­inu. Guðmundur telur það skýrast af því að Sigurður hafa farið út fyrir umboð sitt.

„Sigurður var að leita ýmissa upplýsinga um meðferð stöðugleikaeigna sem voru starfsemi Lindarhvols með öllu óviðkomandi.“

Markleysa að óska eftir lausn

Guðmundur segir ýmsa annmarka á greinargerð Sigurðar. Mikilvægt sé að líta til þess að hann hafi skilað greinargerðinni eftir að nýr ríkisendurskoðandi hafi verið tekinn við.

„Setning Sigurðar í embætti ríkisendurskoðanda lauk 1. maí 2018. Þetta skiptir máli vegna þess að greinargerðin hans verður ekki til fyrr en undir lok júlímánaðar 2018. Sigurður heldur því ranglega fram að setning hans hafi gilt þar til að hann óskaði eftir lausn frá embætti við skil á þessari greinargerð og þáverandi þingforseti, Steingrímur J. Sigfússon, veitti honum þá lausn. En þarna var Sigurður að óska eftir lausn frá embætti sem að hann einfaldlega gegndi ekki lengur og hafði ekki gegnt frá 1. maí 2018,“ segir Guðmundur og bætir við:

„Setning Sigurðar í embætti var bundin því skilyrði að hún gilti þar til annað hvort verkefnum Lindarhvols ehf. lyki eða þar til skilyrði vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðenda, Sveins Arasonar, væru fallin á brott. Með skipun Skúla Eggerts Þórðarsonar, sem tók við 1. maí 2018, þá féllu skilyrði vanhæfis brott og Sigurður hætti að vera settur ríkisendurskoðandi 1. maí. Það er markleysa að hafa óskað síðar eftir lausn frá embætti sem hann gegndi ekki lengur.“

mbl.is