Langþráður draumur bandaríska ferðahandbókahöfundarins Rick Steves rættist í vikunni þegar hann festi kaup á notaðri lopapeysu úr íslenskri ull á flóamarkaði í Reykjavík. Steves er staddur hér á landi við upptökur á nýjum sjónvarpsþætti.
Langþráður draumur bandaríska ferðahandbókahöfundarins Rick Steves rættist í vikunni þegar hann festi kaup á notaðri lopapeysu úr íslenskri ull á flóamarkaði í Reykjavík. Steves er staddur hér á landi við upptökur á nýjum sjónvarpsþætti.
Langþráður draumur bandaríska ferðahandbókahöfundarins Rick Steves rættist í vikunni þegar hann festi kaup á notaðri lopapeysu úr íslenskri ull á flóamarkaði í Reykjavík. Steves er staddur hér á landi við upptökur á nýjum sjónvarpsþætti.
Steves hefur gefið út fjölda ferðahandbóka, þar á meðal tvær um Ísland, annars vegar frá árinu 2018 og hins vegar 2020. Hann er einnig þekktur sjónvarpsmaður og hefur frá árinu 2000 stýrt ferðaseríunni Rick Steve's Europe.
„Þetta er eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera: Fara á flóamarkað í Reykjavík og kaupa notaða peysu sem er handgerð úr ull íslensku sauðkindarinnar – kinda sem hafa þróast yfir þúsund ár af löngum köldum vetrum til að halda sér mjög heitum,“ skrifaði Steves á Twitter og bætir við að augnablikið hafi náðst á upptöku.