Rafrettan samangróin við höndina

Heilsa og mataræði | 15. júlí 2023

Rafrettan samangróin við höndina

Ákveðinn viðsnúningur hefur orðið í baráttunni gegn reykingum. Rafrettur, hjálpartólið sem átti að bjarga fólki frá sígarettunum, eru nú orðnar svo ávanabindandi að sífellt fleiri þurfa að leita sér hjálpar til þess að hætta að nota þær.

Rafrettan samangróin við höndina

Heilsa og mataræði | 15. júlí 2023

Isolde Walters flutti til New York og byrjaði að veipa …
Isolde Walters flutti til New York og byrjaði að veipa allan daginn. Skjáskot/Instagram

Ákveðinn viðsnún­ing­ur hef­ur orðið í bar­átt­unni gegn reyk­ing­um. Rafrett­ur, hjálp­ar­tólið sem átti að bjarga fólki frá síga­rett­un­um, eru nú orðnar svo ávana­bind­andi að sí­fellt fleiri þurfa að leita sér hjálp­ar til þess að hætta að nota þær.

Ákveðinn viðsnún­ing­ur hef­ur orðið í bar­átt­unni gegn reyk­ing­um. Rafrett­ur, hjálp­ar­tólið sem átti að bjarga fólki frá síga­rett­un­um, eru nú orðnar svo ávana­bind­andi að sí­fellt fleiri þurfa að leita sér hjálp­ar til þess að hætta að nota þær.

Hingað til hef­ur breska heil­brigðis­kerfið hvatt fólk til þess að skipta út síga­rett­um fyr­ir rafrett­ur og seg­ir þær skaðminni en hefðbund­ar síga­rett­ur. Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in hef­ur hins veg­ar bent á tengsl hjarta- og lungna­sjúk­dóma við notk­un rafretta og dreg­ur í efa gagn­semi rafretta til þess að draga úr reyk­ing­um.

Á sama tíma hafa rafrett­ur orðnar mjög vin­sæl­ar hjá ung­menn­um sem hafa aldrei reykt venju­leg­ar síga­rett­ur. Talið er að einn af hverj­um fjór­um ung­menn­um í Bretlandi reyki rafrett­ur. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un The Times. Þá hafa rafrett­ur verið gagn­rýnd­ar fyr­ir að inni­halda meira magns nikó­tíns en stend­ur á inni­halds­lýs­ingu auk annarra eit­ur­efna á borð við blý og nikk­el.

Sef­ur með rafrettu und­ir kodd­an­um

„Aldrei átti ég von á að verða háð ein­hverju batte­rís-tæki,“ seg­ir Di­onne fé­lags­ráðgjafi í viðtali við The Times. Hún not­ar eitt Elf­Bar á dag sem er sagt á sölusíðum rafretta að sam­svari um tutt­ugu síga­rett­um. Aðrir telja hins veg­ar að það geti sam­svarað allt að 48 til 50 síga­rett­um. „Ég sit í bíln­um mín­um og veipa stöðugt. Ég þoli ekki að vera háð þessu tæki.“

„Ég veipa mun meira en þegar ég reykti síga­rett­ur. Aldrei reykti ég 20 síga­rett­ur á ein­um degi. Og ég reykti aldrei inn­an dyra. En það að veipa virk­ar öðru­vísi. Ég sef með þetta und­ir kodd­an­um og það fyrsta sem ég geri á morgn­ana er að fá mér rafrettu.“

Hengtug­leik­inn er verst­ur

Isolde Walters tek­ur í sama streng.

„Ég flutti til New York og þar var rafrett­an mjög vin­sæl. Það var bara miklu hent­ugra að veipa en að reykja venju­leg­ar síga­rett­ur og líka ódýr­ara. Þetta varð hins veg­ar til þess að ég var stöðugt að veipa, á veit­inga­stöðum, og jafn­vel í flug­vél­um und­ir teppi. Síga­rett­urn­ar höfðu ákveðinn enda­punkt og maður drep­ur í stubb­in­um en veipið held­ur bara áfram þar til maður kaup­ir nýtt,“ seg­ir Walters. 

„Loks fór ég að ef­ast um heilsu­leg­an ávinn­ing rafrettna sam­an­borið við síga­rett­ur. Ég hafði reykt í tutt­ugu ár en hafði aldrei tekið eft­ir jafn áþreif­an­leg­um ein­kenn­um í lung­un­um áður. Þá fór ég að velta fyr­ir mér hvað rafrett­urn­ar væru að gera mér. En það var samt það hversu háð ég var sem hræddi mig mest. Fíkn­in ein­angraði mig. Ég var far­in að laum­ast á sal­erni til þess að sitja ein að veipa. Rafrett­urn­ar söfnuðust upp á nátt­borðinu og ég var far­in að skamm­ast mín fyr­ir ávan­ann. Vin­kona mín gantaðist eitt sinn að ég þyrfti að finna maka sem ekki bara elskaði mig held­ur líka rafrett­una mína því hún væri orðin sam­an­gró­in við hönd­ina mína.“

mbl.is