Ákveðinn viðsnúningur hefur orðið í baráttunni gegn reykingum. Rafrettur, hjálpartólið sem átti að bjarga fólki frá sígarettunum, eru nú orðnar svo ávanabindandi að sífellt fleiri þurfa að leita sér hjálpar til þess að hætta að nota þær.
Ákveðinn viðsnúningur hefur orðið í baráttunni gegn reykingum. Rafrettur, hjálpartólið sem átti að bjarga fólki frá sígarettunum, eru nú orðnar svo ávanabindandi að sífellt fleiri þurfa að leita sér hjálpar til þess að hætta að nota þær.
Ákveðinn viðsnúningur hefur orðið í baráttunni gegn reykingum. Rafrettur, hjálpartólið sem átti að bjarga fólki frá sígarettunum, eru nú orðnar svo ávanabindandi að sífellt fleiri þurfa að leita sér hjálpar til þess að hætta að nota þær.
Hingað til hefur breska heilbrigðiskerfið hvatt fólk til þess að skipta út sígarettum fyrir rafrettur og segir þær skaðminni en hefðbundar sígarettur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hins vegar bent á tengsl hjarta- og lungnasjúkdóma við notkun rafretta og dregur í efa gagnsemi rafretta til þess að draga úr reykingum.
Á sama tíma hafa rafrettur orðnar mjög vinsælar hjá ungmennum sem hafa aldrei reykt venjulegar sígarettur. Talið er að einn af hverjum fjórum ungmennum í Bretlandi reyki rafrettur. Þetta kemur fram í umfjöllun The Times. Þá hafa rafrettur verið gagnrýndar fyrir að innihalda meira magns nikótíns en stendur á innihaldslýsingu auk annarra eiturefna á borð við blý og nikkel.
„Aldrei átti ég von á að verða háð einhverju batterís-tæki,“ segir Dionne félagsráðgjafi í viðtali við The Times. Hún notar eitt ElfBar á dag sem er sagt á sölusíðum rafretta að samsvari um tuttugu sígarettum. Aðrir telja hins vegar að það geti samsvarað allt að 48 til 50 sígarettum. „Ég sit í bílnum mínum og veipa stöðugt. Ég þoli ekki að vera háð þessu tæki.“
„Ég veipa mun meira en þegar ég reykti sígarettur. Aldrei reykti ég 20 sígarettur á einum degi. Og ég reykti aldrei innan dyra. En það að veipa virkar öðruvísi. Ég sef með þetta undir koddanum og það fyrsta sem ég geri á morgnana er að fá mér rafrettu.“
Isolde Walters tekur í sama streng.
„Ég flutti til New York og þar var rafrettan mjög vinsæl. Það var bara miklu hentugra að veipa en að reykja venjulegar sígarettur og líka ódýrara. Þetta varð hins vegar til þess að ég var stöðugt að veipa, á veitingastöðum, og jafnvel í flugvélum undir teppi. Sígaretturnar höfðu ákveðinn endapunkt og maður drepur í stubbinum en veipið heldur bara áfram þar til maður kaupir nýtt,“ segir Walters.
„Loks fór ég að efast um heilsulegan ávinning rafrettna samanborið við sígarettur. Ég hafði reykt í tuttugu ár en hafði aldrei tekið eftir jafn áþreifanlegum einkennum í lungunum áður. Þá fór ég að velta fyrir mér hvað rafretturnar væru að gera mér. En það var samt það hversu háð ég var sem hræddi mig mest. Fíknin einangraði mig. Ég var farin að laumast á salerni til þess að sitja ein að veipa. Rafretturnar söfnuðust upp á náttborðinu og ég var farin að skammast mín fyrir ávanann. Vinkona mín gantaðist eitt sinn að ég þyrfti að finna maka sem ekki bara elskaði mig heldur líka rafrettuna mína því hún væri orðin samangróin við höndina mína.“