„Grét af hamingju þegar ég kom til Íslands”

Podcast með Sölva Tryggva | 17. júlí 2023

„Grét af hamingju þegar ég kom til Íslands”

Sorelle Amore hefur með mikilli elju náð milljónum fylgjenda á samfélagsmiðlum eftir að hún fluttist til Íslands fyrir 7 árum. Sorelle, sem er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, segist hafa grátið yfir fegurð landsins fyrstu dagana eftir að hún kom hingað.

„Grét af hamingju þegar ég kom til Íslands”

Podcast með Sölva Tryggva | 17. júlí 2023

Sorelle Amore er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar.
Sorelle Amore er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Skjáskot/Instagram

Sorelle Amore hefur með mikilli elju náð milljónum fylgjenda á samfélagsmiðlum eftir að hún fluttist til Íslands fyrir 7 árum. Sorelle, sem er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, segist hafa grátið yfir fegurð landsins fyrstu dagana eftir að hún kom hingað.

Sorelle Amore hefur með mikilli elju náð milljónum fylgjenda á samfélagsmiðlum eftir að hún fluttist til Íslands fyrir 7 árum. Sorelle, sem er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, segist hafa grátið yfir fegurð landsins fyrstu dagana eftir að hún kom hingað.

„Ég segi oft að Ísland hafi valið mig. Ég var alltaf að fá til mín upplýsingar frá fólki sem sagði að Ísland væri besti staður sem það hefði komið til. Á einhverjum punkti sagði ég ,,fuck it, ég er farin” og bókaði mér flugmiða aðra leið. Viku síðar var ég mætt hingað eftir millilendingar í Evrópu. Ég var strax ástfangin af landinu og hreinlega grét yfir fegurðinni. Meira að segja á stöðum sem Íslendingum finnast ekki merkilegir var ég gjörsamlega gapandi yfir fegurðinni og hreinleika landsins. Til að gera langa sögu stutta fór ég svo aftur til baka, kom aftur til Íslands og ætlaði að vera í einn og hálfan mánuð en nú er ég búin að vera hér í 7 ár. Ég ætlaði að fara til Póllands, en lífið tók í taumana og sneri mér aftur við til Íslands og mér leið eins og ég ætti ekkert val. Fyrst þegar ég flutti hingað var ég með tvær hendur tómar í þessu rándýra landi og vissi ekkert hvernig ég ætlaði að láta hlutina ganga upp. En ef maður vill eitthvað nógu mikið hjálpar lífið manni oft að láta það gerast.“

Sorelle náði fyrst miklum vinsældum fyrir myndir og myndbönd af ferðum sínum, en hefur í gegnum árið þróað efni sitt meira og meira.

„Ég vissi það mjög ung að ég yrði að koma mér upp lífi þar sem ég gæti unnið hvar sem er í heiminum. Ég gat ekki hugsað mér að lifa á þessari jörð án þess að ferðast um sem flest lönd og kynnast öðrum menningarheimum. Mér var alveg sama hve smátt ég yrði að búa og hve sparsöm ég yrði að vera. Allt annað en að festast í starfi sem mér líkaði ekki og geta ekki ferðast. En það var mikil vinna að ná að byrja að þéna tekjur af því sem ég var að gera. Þegar ég náði yfir 100 þúsund fylgjendum á Youtube leið mér fyrst eins og ég gæti látið þetta verða að veruleika. En þá var ég samt enn ekki að þéna mikið af því að sérhæfingin mín var ekki mikil. En hægt og rólega með því að leggja inn vinnuna alla daga fóru tekjurnar að koma,” segir Sorelle, sem í vikunni var að gefa út sitt fyrsta lag sem tónlistarkona.

,,Sumir geta kyngt því þegar rödd innra með þeim segir að þeir eigi að gera eitthvað, en hjá mér verður hún háværari og háværari þar til að ég get ekki lengur annað en tekið stökkið. Ég er búin að hugsa um að gera tónlist í 22 ár, en nú lét ég loksins verða af því. Það er eins og með margt annað sem ég hef gert að ég hef ekki hugmynd um hvernig ég ætla að verða tónlistarmaður, en ég verð að elta ástríðuna sem ég finn innra með mér.“

„Flestir hræddir við sína eigin skugga“

Sorelle segir fólk oft á tíðum halda að fólk sem nái vinsældum á samfélagsmiðlum séu einhvern vegin heppin, en átti sig ekki á vinnunni sem liggur að baki.

„Ég er ljósmyndari, handritshöfundur, leikstjóri, sögukona, ferðaskrifstofa og set vinnuna mína fyrir framan fjölda fólks sem er tilbúið að gagnrýna mig alla daga. Það er meira en að segja það. Bara það að láta fólk hafa miklar skoðanir á sér er eitthvað sem væri mjög erfitt fyrir flesta. Ég hugsa stundum hvort heilastarfsemin á mér hafi breyst við það að þurfa að taka við miklu af neikvæðum athugasemdum í gegnum netið. Fyrst var þetta allt saman mjög krúttlegt á meðan síðurnar mínar voru minni. En því fleiri sem fylgjendurnir urðu, því meiri varð neikvæðnin. Ég held að það verði alltaf þannig. Það eru nákvæmlega hundrað prósent líkur á að ekki öllum muni líka við þig og fólk sem vinnur opinbera vinnu verður að sætta sig við það.“

Sorelle segir ákveðna þversögn fólgna í því að við séum nánast öll sammála um að glansmyndir á samfélagsmiðlum séu slæmar, en um leið og fólk sýni skuggahliðar sínar sé það gagnrýnt og ráðist á það.

„Ég tala af reynslu þegar ég segi að mikið af fólki ræðst á mann ef maður deilir skuggahliðum sínum og erfiðari hlutum lífsins. Ef maður grætur eða segir frá erfiðum tímabilum er manni bara sagt að drulla sér í samtalsmeðferð. Samfélagið almennt er hrætt við skuggana og á einhvern hátt viljum við bara stinga sumum hlutum ofan í skúffu. Ég held að flestir séu hræddir við sína eigin skugga og þess vegna „triggerast“ það við að sjá hráa manneskju deila sínum eigin skuggum, sorg og depurð,” segir Sorelle, sem segist sjálf hafa glímt við mjög erfiða tíma undanfarin þrjú ár.

„Ég verð stundum þreytt á sjálfri mér af því að mér finnst ég hafa verið í erfiðu tímabili svo lengi. Þrjú ár af mikilli þjáningu og erfiðleikum valda því að ég verð þreytt á sjálfri mér. Svo dæmi ég sjálfa mig hart og hugsa með mér að ég vilji ekki að það sé ímyndin sem fólk hafi af mér. En á sama tíma vinn ég við að vera heiðarleg og opin og vil alls ekki vera týpan sem er bara að setja út glansmynd af sjálfri sér. Ef ég hefði setið hérna hjá þér fyrir fjórum árum síðan hefði ég eflaust verið meira hlæjandi og meira fjör í mér, en að sama skapi var ég með meiri grímu á mér þá. Hluti af því að þroskast er að leggja grímunum og verða enn betri í að vera fullkomlega maður sjálfur.“

Hægt er að hlusta á brot úr hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar á hlaðvarpsvef mbl.is

mbl.is