Óskarsverðlaunahafi í fríi á Ítalíu

Stjörnur á ferð og flugi | 17. júlí 2023

Óskarsverðlaunahafi í fríi á Ítalíu

Bandaríski leikarinn Brendan Fraser hefur átt mikilli velgengni að fagna á undanförnum árum eftir að hafa nánast horfið úr sviðsljósinu. Hann var meðal annars valinn besti leikari ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Whale.

Óskarsverðlaunahafi í fríi á Ítalíu

Stjörnur á ferð og flugi | 17. júlí 2023

Brendan Fraser naut veðurblíðunnar á Ítalíu yfir helgina.
Brendan Fraser naut veðurblíðunnar á Ítalíu yfir helgina. AFP

Bandaríski leikarinn Brendan Fraser hefur átt mikilli velgengni að fagna á undanförnum árum eftir að hafa nánast horfið úr sviðsljósinu. Hann var meðal annars valinn besti leikari ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Whale.

Bandaríski leikarinn Brendan Fraser hefur átt mikilli velgengni að fagna á undanförnum árum eftir að hafa nánast horfið úr sviðsljósinu. Hann var meðal annars valinn besti leikari ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Whale.

Fraser tók sér verðskuldað frí frá annasömum leikferli sínum í Hollywood, en leikarinn sást njóta lífsins ásamt kærustu sinni, Jeanne Moore, við strendur Ischia á Ítalíu yfir helgina. Hann var þangað kominn til þess að taka á móti heiðursverðlaunum á hinni árlegu Ischia Globe kvikmyndahátíð.

Af myndum sem birtust á vef Page Six að dæma átti parið notalegar stundir saman, en þau sóluðu sig og tóku einnig sundsprett í sjónum. 

Óljóst er hvenær parið tók fyrst saman, en Fraser og Moore opinberuðu ást sína á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum seint á síðasta ári. Er þetta fyrsta opinbera samband leikarans frá því hann skildi við eiginkonu sína, Afton Smith, árið 2009. Fyrrverandi hjónin eiga þrjá syni, Griffin, 20 ára, Holden, 18 ára, og Leland, 17 ára, og voru þeir viðstaddir þegar Fraser hlaut Óskarsverðlaunin fyrr á þessu ári.

Fraser er ekki eina Hollywood-stjarnan sem er að njóta lífsins í Ischia um þessar mundir, en ástralska leikkonan Toni Collette sást einnig njóta veðurblíðunnar í bænum. 

mbl.is