Siðferðislögreglan í Íran mun hefja eftirlit með klæðnaði kvenna landsins á ný, til að tryggja að þær hylji hár sitt og líkama lögum samkvæmt. Hlé var gert á eftirliti lögreglunnar vegna harðra mótmæla almennings í kjölfar dauða hinnar 22 ára Mahsa Amini á síðasta ári.
Siðferðislögreglan í Íran mun hefja eftirlit með klæðnaði kvenna landsins á ný, til að tryggja að þær hylji hár sitt og líkama lögum samkvæmt. Hlé var gert á eftirliti lögreglunnar vegna harðra mótmæla almennings í kjölfar dauða hinnar 22 ára Mahsa Amini á síðasta ári.
Siðferðislögreglan í Íran mun hefja eftirlit með klæðnaði kvenna landsins á ný, til að tryggja að þær hylji hár sitt og líkama lögum samkvæmt. Hlé var gert á eftirliti lögreglunnar vegna harðra mótmæla almennings í kjölfar dauða hinnar 22 ára Mahsa Amini á síðasta ári.
Amini lést í haldi lögreglu eftir að hún var handtekinn fyrir að hylja ekki höfuð sitt með viðeigandi hætti. Amini var í haldi lögreglu í um tvær klukkustundir, en var lögð inn á spítala í kjölfarið þar sem hún lést vegna höfuðáverka.
Lögreglan segir Amini hafa fengið hjartaáfall, en samkvæmt öðrum konum í fangelsinu missti Amini meðvitund eftir að lögregluþjónar börðu hana ítrekað í höfuðið.
Í kjölfar dauða hennar brutust út mótmæli um land allt og héldu margar konur út á götur landsins til að brenna höfuðslæður sínar, eða hijab eins og þær kallast, og klippa hár sitt í mótmælaskyni.
Gert var ótímabundið hlé á eftirlitsaðgerðum siðferðislögreglunnar, vegna mótmælanna, en hlutverk þeirra er að ganga um götur til að tryggja að siðferðislögum sé framfylgt. Íhaldsmenn í landinu hafa hins vegar gert ítrekuð áköll um að hefja eftirlit á ný og verða stjórnvöld nú við þeirri ósk.
Í kjölfar mótmælanna er það algengari sjón að sjá konur án hijab í landinu, en forseti landsins hefur hert viðurlög til að reyna að sporna við breytingunni. Margir telja þó ekki aftur snúið eftir mótmæli almennings og segja einfaldlega of marga óhlýðnast lögunum til að hægt sé að framfylgja þeim.