Missti 90 kíló eftir erfiða lífsreynslu

Lífsstílsbreyting | 18. júlí 2023

Missti 90 kíló eftir erfiða lífsreynslu

Árið 2000 var rapparinn Fat Joe orðinn 213 kíló, en hann ákvað að endurskoða lífsstíl sinn eftir að besti vinur hans varð bráðkvaddur og hefur núna misst yfir 90 kíló. 

Missti 90 kíló eftir erfiða lífsreynslu

Lífsstílsbreyting | 18. júlí 2023

Rapparinn Fat Joe hefur grennst um 90 kíló með breyttum …
Rapparinn Fat Joe hefur grennst um 90 kíló með breyttum lífsstíl og venjum. Samsett mynd

Árið 2000 var rapparinn Fat Joe orðinn 213 kíló, en hann ákvað að endurskoða lífsstíl sinn eftir að besti vinur hans varð bráðkvaddur og hefur núna misst yfir 90 kíló. 

Árið 2000 var rapparinn Fat Joe orðinn 213 kíló, en hann ákvað að endurskoða lífsstíl sinn eftir að besti vinur hans varð bráðkvaddur og hefur núna misst yfir 90 kíló. 

Í febrúar árið 2000 lést Big Pun, besti vinur Joe, óvænt aðeins 28 ára að aldri. Hann vó 317 kíló þegar hann lést og hafði glímt við hjartasjúkdóm. „Ég fór í jarðaförina hans og mér leið eins og Ebenezer Scrooge. Eins og ég hefði séð sjálfan mig. Og ég horfði á litlu dóttur hans. Hún var á sama aldri og dóttir mín. Ég sagði: „Þú verður að léttast, annars munt þú fara héðan líka,“ sagði Joe í viðtali við Men's Health

Þetta var þó ekki eini missirinn sem Joe upplifði, en stuttu síðar missti hann afa sinn og síðan systur sína sem lést eftir utanbastsbólgu við fæðingu. Hann segir því hafa fylgt erfitt tímabil af þunglyndi þar sem hann drakk óhóflega og þyngdist mikið. 

Hugurinn eins og flókinn Rubiks-kubbur

Rapparinn lýsir huga sínum sem „flóknasta Rubiks-kubb“ sem hægt sé að reyna að leysa og líkir andlegri heilsu sinni á þeim tíma við atriði í kvikmyndinni The Matrix Ressurections þar sem Neo, sem er leikinn af Keanu Reeves, situr í baðkari með gúmmíönd á höfðinu.

„Svona var þunglyndið mitt. Þegar þú ert að berjast við sjálfan þig þá er ekki nógu hár veggur sem þú getur byggt. Það er engin eyja sem þú getur farið til. Það er enginn staður sem þú getur farið á til að komast í burtu frá því vegna þess að þú ert að berjast við eigin huga,“ sagði Joe.

Góðar venjur lykillinn að árangrinum

Það tók Joe tvö ár að komast út úr þunglyndinu, en árið 2002 hófst vegferð hans. Hann reyndi allt til að léttast, allt frá því að hlaupa á hlaupabrettum í svitagalla yfir í breytingar á mataræði, án árangurs. Hann segist ekki hafa séð árangur fyrr en hann fór að skilja vísindin á bak við góðar venjur. 

Hægt og rólega fór hann að skipta út gömlum venjum fyrir góðar og heilsueflandi venjur. Núna hefur hann misst yfir 90 kíló og upplifir sig eins og nýjan mann. Hann hefur ekki einungis öðlast bætta heilsu líkamlega heldur einnig andlega. 

Þrátt fyrir að hafa grennst yfir 90 kíló segist rapparinn ekki ætla að breyta sviðsnafni sínu, enda hafi hann varið mörgum milljónum bandaríkjadala í að markaðssetja Fat Joe og því væri ekki gáfulegt að breyta nafninu núna. 

mbl.is