Alabama hefur aftur gjöf banvænna sprauta

Dauðarefsingar | 19. júlí 2023

Alabama hefur aftur gjöf banvænna sprauta

Alabama-ríki í Bandaríkjunum mun nú aftur hefja notkun á banvænum sprautum til þess að framfylgja dauðarefsingum eftir að sú aðferð var stöðvuð í fyrra vegna vandkvæða við framkvæmd.

Alabama hefur aftur gjöf banvænna sprauta

Dauðarefsingar | 19. júlí 2023

Notkun sprautnanna var hætt tímabundið á síðasta ári.
Notkun sprautnanna var hætt tímabundið á síðasta ári. AFP/Patrick T. Fallon

Alabama-ríki í Bandaríkjunum mun nú aftur hefja notkun á banvænum sprautum til þess að framfylgja dauðarefsingum eftir að sú aðferð var stöðvuð í fyrra vegna vandkvæða við framkvæmd.

Alabama-ríki í Bandaríkjunum mun nú aftur hefja notkun á banvænum sprautum til þess að framfylgja dauðarefsingum eftir að sú aðferð var stöðvuð í fyrra vegna vandkvæða við framkvæmd.

Ríkisstjóri Alabama stöðvaði notkunina vegna vandamála sem snéru til dæmis að því að illa gekk að setja upp æðaleggi fyrir aftökuna.

Fram kemur í umfjöllun AFP að í einu tilfelli hafi tekið þrjá tíma að setja upp æðalegg og í tveimur voru aftökurnar stöðvaðar vegna svipaðra vandræða.  

Þrettán hafa verið teknir af lífi

Greint er frá því að fyrsta aftakan skuli fara fram innan tólf klukkustunda glugga, frá fimmtudegi til föstudags í þessari viku. Þá hafi lögmenn fangans sem um ræðir áfrýjað ákvörðuninni á grundvelli fyrri vandræða með aftökur af þessu tagi.

Þrettán fangar hafa verið teknir af lífi það sem af er ári í Bandaríkjunum en ekki eru reglurnar um þær eins í öllum ríkjum. Fyrr á þessu ári var frumvarp samþykkt í Idaho-ríki sem leyfir að fangar séu teknir af lífi af aftökusveit sé gjöf banvænnar sprautu ekki möguleg. Lögin tóku gildi þann 1. júlí síðastliðinn.

mbl.is