Draumaútieldhúsið orðið að veruleika

Uppskriftir | 19. júlí 2023

Draumaútieldhúsið orðið að veruleika

Draumur Hönnu Þóru Helgadóttur matarbloggara og flugfreyju hjá Icelandair um útieldhús hefur loksins ræst. Hanna Þóra og maðurinn hennar höfðu látið sig dreyma um útieldhús í dágóðan tíma og fyrsta skrefið í átt af draumnum var tekið fyrir liðlega þremur árum. Útieldhúsið er í stöðugri notkun þessa dagana enda veðrið til þess og Hanna Þóra deilir líka með lesendum ljúffengri uppskrift að bökuð hvítmylguosti sem bakaður er úti í pitsaofninum sem þau fluttu sérstaklega inn fyrir útieldhúsið.

Draumaútieldhúsið orðið að veruleika

Uppskriftir | 19. júlí 2023

Hanna Þóra Helgadóttir er alsæl með nýja útieldhúsið sitt sem …
Hanna Þóra Helgadóttir er alsæl með nýja útieldhúsið sitt sem hún og maðurinn hennar hönnuð sjálf. Ljósmynd/Hanna Þóra Helgadóttir

Draum­ur Hönnu Þóru Helga­dótt­ur mat­ar­blogg­ara og flug­freyju hjá Icelanda­ir um útield­hús hef­ur loks­ins ræst. Hanna Þóra og maður­inn henn­ar höfðu látið sig dreyma um útield­hús í dágóðan tíma og fyrsta skrefið í átt af draumn­um var tekið fyr­ir liðlega þrem­ur árum. Útield­húsið er í stöðugri notk­un þessa dag­ana enda veðrið til þess og Hanna Þóra deil­ir líka með les­end­um ljúf­fengri upp­skrift að bökuð hvít­mylgu­osti sem bakaður er úti í pitsa­ofn­in­um sem þau fluttu sér­stak­lega inn fyr­ir útield­húsið.

Draum­ur Hönnu Þóru Helga­dótt­ur mat­ar­blogg­ara og flug­freyju hjá Icelanda­ir um útield­hús hef­ur loks­ins ræst. Hanna Þóra og maður­inn henn­ar höfðu látið sig dreyma um útield­hús í dágóðan tíma og fyrsta skrefið í átt af draumn­um var tekið fyr­ir liðlega þrem­ur árum. Útield­húsið er í stöðugri notk­un þessa dag­ana enda veðrið til þess og Hanna Þóra deil­ir líka með les­end­um ljúf­fengri upp­skrift að bökuð hvít­mylgu­osti sem bakaður er úti í pitsa­ofn­in­um sem þau fluttu sér­stak­lega inn fyr­ir útield­húsið.

„Loks­ins varð útield­húsið að veru­leika en þetta hef­ur átt sér lang­an aðdrag­anda. Við geng­um með nokkr­ar hug­mynd­ir í mag­an­um lengi sem voru á óskalist­an­um fyr­ir drauma­eld­hús. Við vild­um hafa gott borðpláss, geymslupláss, eldofn og góða aðstöðu fyr­ir grillið. Vask­ur var á óskalist­an­um en það var hugsað sem svona extra plús ef það væri hægt,“ seg­ir Hanna Þóra.

Glæsilegt útieldhúsið þeirra. Einingarnar koma úr Ikea og heita Grillskar. …
Glæsi­legt útield­húsið þeirra. Ein­ing­arn­ar koma úr Ikea og heita Grillsk­ar. Það var hægt að velja úr nokkr­um teg­und­um, bæði minni og stærri ásamt vask ein­ingu sem tikkaði í boxið hjá Hönnu Þóru. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir

Útield­húsið hannað að okk­ar þörf­um

Aðspurð seg­ir Hanna Þóra að þau hafi hannað eld­húsið með það að leiðarljósi að upp­fylla þarf­ir fjöl­skyld­unn­ar. „Eld­húsið þarf að henta okk­ar þörf­um og er um leið rými sem má hafa gam­an að. Okk­ar eld­hús snýst um sam­veru­stund­ir og góðan mat alla leið. Krakk­arn­ir sjá reynd­ar einnig fyr­ir sér að vask­ur­inn sé snilld til að fylla á vatns­byss­ur á góðum degi. Við hönnuðum okk­ar eld­hús sjálf eft­ir ótal klukku­stund­ir í hug­mynda­vinnu á Pin­t­erest. Röðuðum síðan ein­ing­um fram og til baka til að finna bestu út­færsl­una sem mynda henta rým­inu.“ 

Í fyrstu ætluðu þau að smíða inn­rétt­ing­arn­ar sjálf en fundu síðan hillu­ein­ing­ar sem heilluð þau upp úr skón­um. „Við skoðuðum að smíða eld­húsið sjálf en á end­an­um féll­um við fyr­ir ein­ing­un­um sem upp­fylltu þá hönn­un, nota­gildi og hug­mynd­ir sem við höf­um og ein­faldaði alla vinnu við að koma eld­hús­inu upp á styttri tíma en ella.“ Und­ir­bún­ing­ur­inn og fram­kvæmd­in tók samt sem áður sinn tíma. „Það eru akkúrat 3 ár síðan við tók­um ákvörðun um að taka burtu blóma­beðið sem var þarna fyr­ir og langaði að gera eitt­hvað skemmti­legt sem myndi nýt­ast okk­ur bet­ur. Þegar við skoðuðum húsið okk­ar 2016 þá horfðum við strax á þetta horn og hugsuðum að þarna væri til­valið að setja upp útield­hús. Fram­kvæmd­irn­ar hafa þannig lang­an aðdrag­anda.“

Svona leit svæðið út áður enn draumurinn um útieldhúsið varð …
Svona leit svæðið út áður enn draum­ur­inn um útield­húsið varð að veru­leika. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir

Byrjuðu á verk­inu í Covid

Í Covid far­aldr­in­um voru all­ir heima um sum­arið og þá fór­um við að græja pall­inn bet­ur og keypt­um okk­ur drauma­sóf­ann, mott­ur og fleira. Sama sum­ar kom ít­alski pitsa­ofn­inn á pall­inn og hann ýtti okk­ur enn frek­ar í að gera fal­lega aðstöðu í kring­um hann. Í vor komu loks­ins ein­ing­ar sem hentuðu okk­ur og voru sú lausn sem við höfðum verið að leita að, þá var ekki aft­ur snúið og allt fór á fullt.“ Ein­ing­arn­ar komu til­bún­ar og það þurfti ein­ung­is að setja þær sam­an. „Pitsa­ofn­inn okk­ar heit­ir ALFA One og kem­ur frá Ítal­íu. Við lét­um sér­p­anta hann fyr­ir okk­ur hjá Progastro hér heima. Ég hef síðan keypt allskon­ar skraut­muni sem hent­ar útield­hús­inu í Banda­ríkj­un­um en ég fer mikið þangað vegna vinnu. Am­eríkan­inn elsk­ar góðar grill­veisl­ur og úti­svæði, því er alls kon­ar fal­legt og nyt­sam­legt til þar sem hent­ar til að hafa úti.“

Borðplássið er afar gott og nýtist vel að sögn Hönnu …
Borðplássið er afar gott og nýt­ist vel að sögn Hönnu Þóru. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir

Gott borðpláss ómiss­andi

Hönnu Þóru finnst ákveðnir hlut­ir vera ómiss­andi í útield­hús­inu. „Gott nýt­an­legt borðpláss sem við not­um mikið, sér­stak­lega á eyj­unni sem kem­ur út úr eld­hús­inu er ómiss­andi að hafa. Mér finnst mik­il­vægt að hafa stað til að geta und­ir­búið mat­inn og til að raða upp mat og/​eða drykkj­um á fal­leg­an hátt. Smass­borg­ara pann­an á grillið hef­ur komið okk­ur hvað mest á óvart því ham­borg­ar­ar heima hafa bara aldrei verið betri. Þetta er sér­stök aðferð við að grilla borg­ara og snýst um að ná betri brún­un á kjötið en út­kom­an verður svo ein­stak­lega góð. Minn­ir helst á Shake Shack í Banda­ríkj­un­um. Við erum svo að sjálf­sögðu með heima­gerða ham­borg­arasósu sem slær alltaf í gegn. Svo er það pitsa­ofn­inn, við erum ótrú­lega ánægð með hann og hann er mikið notaður. Pitsa­ofn­ar hafa held­ur bet­ur slegið í gegn á Íslandi síðustu ár en ég nota okk­ar eldofn líka í allskon­ar rétti aðra en bara pitsur. Ég geri til að mynda kryddaðar ris­arækj­ur eða bakaðan ost sem er til að mynda í miklu upp­á­haldi.“

Verður notað all­an árs­ins hring

Útield­húsið hef­ur verið vel nýtt und­an­farn­ar vik­ur þó júní hafi verið slapp­ur. „Júní fór nú svo­lítið eins og hann fór en við nýtt­um tím­ann í að þrífa pall­inn og sinna al­mennu viðhaldi á hon­um. Júlí hef­ur hins veg­ar verið dá­sam­leg­ur í alla staði og marg­ar sól­ar­stund­ir á pall­in­um með girni­leg­um mat úr úti eld­hús­inu og drykkj­um á pall­in­um. Heit kakó og grillaðir ban­an­ar, pitsa kvöld, grill­veisl­ur og ham­borg­arapartí í hverri viku. Ynd­is­leg­ur tími fyr­ir fjöl­skyld­una.“ Hanna Þóra þyk­ist viss um að útield­húsið verið notað í vet­ur. „Al­veg klár­lega að ein­hverju leyti. Við grill­um all­an árs­ins hring og not­um pitsa­ofn­inn mikið líka. Þetta er gott borðpláss sem nýt­ist vel við eld­un. Ætli þetta verði ekki vor­boðinn ljúfi næsta vor að und­ir­búa eld­húsið með fal­legu blóm­un­um og sítr­ón­um í skál. Ég hlakka a.m.k. strax til.“

Hanna Þóra deil­ir hér með les­end­um góm­sæt­um bökuðum hvít­myglu­osti sem er upp­lagt er að bjóða upp á í sum­ar­blíðunni á pall­in­um. Hægt er að fylgj­ast með Hönnu Þóru á In­sta­gram reikn­ing henn­ar @hann­athora88.

Girnilegur bakaði hvítmygluosturinn hennar Hönnu Þóru.
Girni­leg­ur bakaði hvít­myglu­ost­ur­inn henn­ar Hönnu Þóru. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir

Bakaður hvít­myglu­ost­ur með syk­ur­lausu sírópi, möndlu­f­lög­um og jarðarberj­um

  • 1 stk. hvít­myglu­ost­ur
  • Möndlu­f­lög­ur eft­ir smekk
  • Syk­ur­laust síróp eft­ir smekk
  • Jarðarber eft­ir smekk
  • Flögu­salt eft­ir smekk
  • Kex og/​eða snittu­brauð að eig­in vali

Aðferð:

  1. Setjið hvít­myglu­ost í pönnu eða mót sem þolir háan hita.
  2. Bakið þar til ost­ur­inn verður mjúk­ur að inn­an.
  3. Takið ost­inn út og toppið með möndlu­f­lög­um og syk­ur­lausu sírópi. Skerið niður jarðarber og leggið yfir og saltið létti­lega með góðu flögu­salti.
  4. Bakið aft­ur þar til sírópið fer að malla ofan á ost­in­um.
  5. Njótið með allskon­ar kexi eða brauði en ég vel ketóvæn­an kost, bæði ostasnakk og hrökkk­ex.
Pitsaofninn heitir ALFA One og kemur frá Ítalíu og var …
Pitsa­ofn­inn heit­ir ALFA One og kem­ur frá Ítal­íu og var sér­p­antaður frá Progastro hér heima. Viðar­kass­ana sá Hanna Þóra í Ikea en þeir eru úr ómeðhöndlaðri furu og því er lítið mál að mála eða bæsa eft­ir smekk. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir
Rýmið á pallanum er einstaklega vel heppnað þar sem fagurfræðin …
Rýmið á pall­an­um er ein­stak­lega vel heppnað þar sem fag­ur­fræðin og nota­gildið fer sam­an. Hér er eld­hús, borðstofa og stofa. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir
Ekki amalegt að hafa barborð líka fyrir fallega og góða …
Ekki ama­legt að hafa bar­borð líka fyr­ir fal­lega og góða drykki í sum­ar­blíðunni. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir
Hillurnar og snagarnir fylgja með bakþiljunum sem þau keyptu með …
Hill­urn­ar og snag­arn­ir fylgja með bakþilj­un­um sem þau keyptu með eld­hús­inu. Þægi­legt að geta fært til og breytt eft­ir því hvað er í notk­un hverju sinni. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir
Risarækjurnar njóta mikilla vinsælda á heimilinu og eru bakaðar í …
Ris­arækj­urn­ar njóta mik­illa vin­sælda á heim­il­inu og eru bakaðar í pitsa­ofn­in­um. Ljós­mynd/​Hanna Þóra Helga­dótt­ir
mbl.is