Tilkynna vísbendingar um vaxandi stofn humars

Humarveiðar | 19. júlí 2023

Tilkynna vísbendingar um vaxandi stofn humars

Vísbendingar eru um að stofnstærð humars hefur tekið að vaxa og að mat vísindamanna á stofnstærðinni aukist. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofnunar, en þar er fjallað um sjöunda humarleiðangur stofnunarinnar sem fram fór 6. til 15. júní.

Tilkynna vísbendingar um vaxandi stofn humars

Humarveiðar | 19. júlí 2023

Jón Arnar Hinriksson stýrimaður við myndavélasleðann sem notaður er þegar …
Jón Arnar Hinriksson stýrimaður við myndavélasleðann sem notaður er þegar teknar eru myndir af humarholum á hafsbotni. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Vísbendingar eru um að stofnstærð humars hefur tekið að vaxa og að mat vísindamanna á stofnstærðinni aukist. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofnunar, en þar er fjallað um sjöunda humarleiðangur stofnunarinnar sem fram fór 6. til 15. júní.

Vísbendingar eru um að stofnstærð humars hefur tekið að vaxa og að mat vísindamanna á stofnstærðinni aukist. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofnunar, en þar er fjallað um sjöunda humarleiðangur stofnunarinnar sem fram fór 6. til 15. júní.

Stofnstærð humars er metin út frá humarholufjölda sem er myndaður með neðansjávarmyndavélum. Fram kemur að niðurstöður leiðangursins verða kynntar í haust þegar búið er að fara yfir allt myndefni sem safnað var en að „fyrsta yfirferð bendir til þess að aukning verði frá síðasta mati.“

Þá segir að leiðangurinn hafi gengið vel „en gæta þurfti veðurs við myndatökuna þar sem vindhraði og tilsvarandi sjólag mega helst ekki fara yfir 10 metra á sekúndu. Leiðangurinn fór fram um borð í rannsóknarskipi Hafrannasóknastofnunar Bjarna Sæmundssyni HF 30. Leiðangursstjóri var Jónas Páll Jónasson og skipstjóri Magnús Arinbjarnarson.“

Stöðvar í humarleiðangri, rauðir punktar eru myndavélastöðvar, bláir háfsýni, og …
Stöðvar í humarleiðangri, rauðir punktar eru myndavélastöðvar, bláir háfsýni, og svartir togstöðvar. Humarsvæði áætluð út frá VMS gögnum flotans eru sýnd græn auk 100 og 200 metra dýptarlínu. Kort/Hafrannsóknastofnun

Alls var myndað á 89 stöðvum á humarbleiðum frá Jökuldýpi í vestri til Lónsdýpis í austri. Þegar humarholur voru taldar síðast, árið 2021 var fjöldi þeirra metin tæpar 435 millljónir og var mesti þéttleiki þeirra í Breiðamerkur- og Lónsdjúpum, um 0,09 humarholur á hvern fermeter. Um 600 milljón holur voru taldar á árunum 2016 til 2017. Talning á holum hófst þegar stofninn hafði náð mikilli lægð sökum nýliðunarbrests.

Togað var á 17 stöðvum til að safna upplýsingum um stærðarsamsetningu og kynþroska. Almennt veiddist lítið af humri og voru flestir humrarnir stórir, en þekkt er að þegar humarveiði er dræm veiðast einkunn stærri dýr. Í leiðangrinum voru tekin háfsýni á 26 stöðvum til að fá upplýsingar um magn humarlirfa og samsetningu dýrasvifs á svæðinu, að því er segir á vef Hafrannsóknastofnunar.

mbl.is