„Vinnubrögð Sigurðar í málinu sæta furðu“

Lindarhvoll | 19. júlí 2023

„Vinnubrögð Sigurðar í málinu sæta furðu“

Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi segir leyndarhyggju af hálfu ríkisendurskoðunar aldrei hafa ríkt yfir greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvoll ehf.

„Vinnubrögð Sigurðar í málinu sæta furðu“

Lindarhvoll | 19. júlí 2023

Guðmundur Björgvin tók við embætti ríkisendurskoðanda 1. febrúar 2022.
Guðmundur Björgvin tók við embætti ríkisendurskoðanda 1. febrúar 2022. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi segir leyndarhyggju af hálfu ríkisendurskoðunar aldrei hafa ríkt yfir greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvoll ehf.

Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi segir leyndarhyggju af hálfu ríkisendurskoðunar aldrei hafa ríkt yfir greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvoll ehf.

Þá sé alveg skýrt að dreifing hennar sé í andstöðu við lög. Guðmundur undrast vinnubrögð Sigurðar í málinu.

Sig­urður var sett­ur rík­is­end­ur­skoðandi til að end­ur­skoða Lind­ar­hvol ehf. og hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd samn­ings milli Lind­ar­hvols ehf. og fjár­málaráðuneyt­is­ins þar sem þáver­andi rík­is­end­ur­skoðandi, Sveinn Ara­son, var van­hæf­ur til þess vegna fjöl­skyldu­tengsla við stjórn­ar­mann einka­hluta­fé­lags­ins. Á því tímabili sem hann gegndi embættinu vann Sigurður grein­ar­gerð um eft­ir­lit með samn­ingi fjár­málaráðherra og Lind­ar­hvols ehf. 

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, birti almenningi greinargerðina í byrjun mánaðar en lengi hefur verið deilt um hvort eigi eða megi að birta hana.

Stjórnmálamenn hafa talað um leynd í kringum greinargerðina og gagnrýnt hana. Í samtali við mbl.is í gær sagði Þórhildur Sunna: „Leyndarhyggjan í kringum Lindarhvoll er sjálfstætt atriði sem þarf að skoða.“

„Um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar hefur aldrei ríkt leyndarhyggja af hálfu Ríkisendurskoðunar. Embættið hefur einvörðungu leitast við að standa vörð um þau lög sem embættið starfar eftir og þær málsmeðferðarreglur sem gilda um úttektir á vegum þess,“ segir Guðmundur í samtali við mbl.is.

„Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar er ókláruð vinna sem var aldrei borin undir þá aðila sem um er fjallað svo afla mætti andmæla þeirra. Með því er réttur þeirra aðila brotinn. Vinnubrögð Sigurðar í málinu sæta furðu og eru í ósamræmi við skyldur hans sem fyrrum settur ríkisendurskoðandi.“

Aldrei tveir hæfir í einu

Eins og segir gegndi Sigurður embætti setts ríkisendurskoðanda vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda, Sveins Arasonar. Sigurður tók við embættinu 29. apríl 2016. Þann 1. maí 2018 tók Skúli Eggert Þórðarson við embætti ríkisendurskoðanda. 

Þrátt fyrir að nýr ríkisendurskoðandi hafi verið ráðinn baðst Sigurður lausnar frá forseta Alþingis í júlímánuði 2018. Sigurður segir að þar sem hann hafi verið skipaður af forseta Alþingis hafi verið rétt að biðja hann um lausn frá embætti.

Guðmundur segir alveg ljóst að um leið og nýr ríkisendurskoðandi hafi hafið störf hafi Sigurður misst embættið.

„Sigurður Þórðarson missti embætti setts ríkisendurskoðanda sjálfkrafa 1. maí 2018 með skipun Skúla Eggerts Þórðarsonar í embætti ríkisendurskoðanda. Þá féllu skilyrði vanhæfis fyrri ríkisendurskoðanda brott. Um þá staðreynd er ekki hægt að deila; þetta skilyrði fólst í setningarbréfi Sigurðar.

Þá tekur við málinu fullhæfur ríkisendurskoðandi og það geta aldrei verið tveir hæfir ríkisendurskoðendur starfandi í einu. Alþingi framlengdi ekki setningu Sigurðar í embætti fram yfir 1. maí 2018 og var það ekki á valdi ríkisendurskoðanda eða fyrrum setts ríkisendurskoðanda að breyta skilyrðum setningarinnar,“ segir Guðmundur.

Sigurður hafi verið ósáttur

Guðmundur telur engu máli skipta þó að Sigurður hafi verið ósáttur við að hafa misst embættið.

„Sigurði var gerð grein fyrir þessari stöðu í maímánuði 2018 og gildir engu þótt hann hafi verið ósáttur við þá stöðu og haldið áfram að gera tilkall til embættis sem hann hafði þá þegar misst. Sama gildir um ósk hans um lausn frá embætti í lok júlímánaðar 2018, en sú ósk var markleysa enda hafði hann þá ekki gegnt embættinu í tæpa þrjá mánuði.“

Haldbær rök fyrir lögbroti

Þórhildur Sunna sagði við mbl.is í gær að hún hafi ekki séð nein haldbær rök fyrir því að dreifing greinargerðarinnar fari í bága við lög. 

Guðmundur segir alveg skýrt að dreifing greinargerðarinnar sé í andstöðu við lög.

„Þegar Sigurður vinnur greinargerðina og skilar henni í júlílok 2018 til ríkisendurskoðanda, forseta Alþingis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, Seðlabanka Íslands og Umboðsmanns Alþingis hafði hann ekki stöðu setts ríkisendurskoðanda og því engar heimildir til að dreifa eða birta gögn embættisins, sama á hvaða vinnslustigi þau voru. 

Umboð Sigurðar til að vinna greinargerðina kom frá ríkisendurskoðanda, Skúla Eggert Þórðarsyni, og hafði hann trúnaðarskyldu gagnvart honum. Öll birting vinnugagna Ríkisendurskoðunar án heimildar ríkisendurskoðanda er óheimil og í andstöðu við lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.“

mbl.is