Brim hf. hyggst ekki afhenda gögn til Samkeppniseftirlitsins vegna úttektar þess á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi, fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála tekur málið fyrir.
Brim hf. hyggst ekki afhenda gögn til Samkeppniseftirlitsins vegna úttektar þess á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi, fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála tekur málið fyrir.
Brim hf. hyggst ekki afhenda gögn til Samkeppniseftirlitsins vegna úttektar þess á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi, fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála tekur málið fyrir.
Guðmundur Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri Brims hf., hefur gagnrýnt úttekt Samkeppniseftirlitsins (SKE) harðlega. Fyrr í mánuðinum ákvað SKE að beita dagsektum gagnvart Brimi hf. vegna þess að útgerðarfélagið hefur neitað að afhenda gögn vegna fyrrnefndrar úttektar. Sektarupphæðin á dag er 3,5 milljónir króna, en áður hefur verið greint frá því að Brim hf. sé eina fyrirtækið sem eigi eftir að afhenda gögnin.
Dagsektabeitinguna kærði Brim hf. í kjölfarið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Guðmundur hefur meðal annars sagt SKE endurtekið hafa veikt samkeppnishæfni íslenskra útflutningsfyrirtækja. Þá sé það óeðlilegt að „eitt framkvæmdarvald geti samið um peningagreiðslur til annars framkvæmdarvalds um að rannsaka fyrirtæki og borgara í landinu.“
Vegna úttektarinnar, sem tilkynnt var í október á síðasta ári, var ákveðið að SKE skyldi fá 35 milljóna króna viðbótargreiðslu frá matvælaráðuneytinu til þess að framkvæma úttektina.