Fyrirsætan Bella Hadid fer daglega í meðferð vegna Lyme-sjúkdómsins. Hefur hún í kjölfarið tekið sér frí frá sviðsljósinu.
Fyrirsætan Bella Hadid fer daglega í meðferð vegna Lyme-sjúkdómsins. Hefur hún í kjölfarið tekið sér frí frá sviðsljósinu.
Fyrirsætan Bella Hadid fer daglega í meðferð vegna Lyme-sjúkdómsins. Hefur hún í kjölfarið tekið sér frí frá sviðsljósinu.
Heimildarmaður Entertainment Tonight staðfestir þetta, en orðrómur var um að hún væri í áfengismeðferð. Samkvæmt heimildarmanninum er það af og frá. Hadid hætti hins vegar að drekka af sjálfsdáðum fyrir níu mánuðum síðan.
Annar heimildarmaður bandaríska vefmiðilsins segir að hún hafi ákveðið að taka sér verðskuldað frí til að meðhöndla sjúkdóminn og að hún hafi aldrei átt við áfengis- eða fíkniefnavandamál að stríða.
Hadid greindist með Lyme-sjúkdóminn árið 2012 og hefur síðan þá talað opinskátt um veikindi sín. Samkvæmt Heilsuveru er Lyme-sjúkdómurinn smitsjúkdómur sem berst í menn eftir bit sýkts skógarmítils, en hann er ekki landlægur á Íslandi.