Gjörbreytti ekki andlitinu með fegurðaraðgerðum

Líkamsvirðing | 24. júlí 2023

Gjörbreytti ekki andlitinu með fegrunaraðgerðum

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner þvertekur fyrir það að hafa gjörbreytt andliti sínu með fegrunaraðgerðum. Segist hún eingöngu hafa farið í varafyllingar, en hún fór í sína fyrstu varafyllingu einungis 17 ára gömul. 

Gjörbreytti ekki andlitinu með fegrunaraðgerðum

Líkamsvirðing | 24. júlí 2023

Kylie Jenner segir að einu fegrunaraðgerðirnar sem hún hafi farið …
Kylie Jenner segir að einu fegrunaraðgerðirnar sem hún hafi farið í séu varafyllingar. AFP/Angela Weiss

Raun­veru­leika­stjarn­an Kylie Jenner þver­tek­ur fyr­ir það að hafa gjör­breytt and­liti sínu með fegr­un­araðgerðum. Seg­ist hún ein­göngu hafa farið í vara­fyll­ing­ar, en hún fór í sína fyrstu vara­fyll­ingu ein­ung­is 17 ára göm­ul. 

Raun­veru­leika­stjarn­an Kylie Jenner þver­tek­ur fyr­ir það að hafa gjör­breytt and­liti sínu með fegr­un­araðgerðum. Seg­ist hún ein­göngu hafa farið í vara­fyll­ing­ar, en hún fór í sína fyrstu vara­fyll­ingu ein­ung­is 17 ára göm­ul. 

Jenner ræðir fegr­un­araðgerðirn­ar í nýj­asta þætt­in­um af raun­veru­leikaþátt­un­um The Kar­dashi­ans sem vef­miðil­inn PageS­ix grein­ir frá. Seg­ir hún einnig að einn helsti mis­skiln­ing­ur fólks um hana sé að hún hafi verið það óör­ugg sem barn að hún hafi farið und­ir hníf­inn til að breyta and­lit­inu. Hún hef­ur hins veg­ar viður­kennt að hafa fengið sér vara­fyll­ing­ar því hún vildi virðast sæt­ari.

Kom þetta til tals þegar Jenner ræddi við syst­ur sín­ar, Khloé og Kourt­ney Kar­dashi­an, um áhrif þeirra á sam­fé­lags­lega feg­urðarstaðla. 

Nokkur munur er á útliti Kylie Jenner frá því hún …
Nokk­ur mun­ur er á út­liti Kylie Jenner frá því hún var 16 ára, til vinstri, og í dag, til hægri. Sam­sett mynd
mbl.is