Skip Brims landað mestum makrílafla

Makrílveiðar | 25. júlí 2023

Skip Brims landað mestum makrílafla

Íslensku uppsjávarskipin hafa landað 40.614 tonnum af makríl á vertíðinni en eftir eru 103.180 tonn af úthlutuðum veiðiheimildum. Skipin eru nú á veiðum rétt austur af landinu innan íslenskrar lögsögu.

Skip Brims landað mestum makrílafla

Makrílveiðar | 25. júlí 2023

Venus NS hefur landað mestum makrílafla á vertíðinni og hafa …
Venus NS hefur landað mestum makrílafla á vertíðinni og hafa skip BRims samanlagt landað tæplega níu þúsund tonnum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Íslensku uppsjávarskipin hafa landað 40.614 tonnum af makríl á vertíðinni en eftir eru 103.180 tonn af úthlutuðum veiðiheimildum. Skipin eru nú á veiðum rétt austur af landinu innan íslenskrar lögsögu.

Íslensku uppsjávarskipin hafa landað 40.614 tonnum af makríl á vertíðinni en eftir eru 103.180 tonn af úthlutuðum veiðiheimildum. Skipin eru nú á veiðum rétt austur af landinu innan íslenskrar lögsögu.

Venus NS hefur landað mestum makrílafla, alls 4.506 tonnum. Á eftir fylgir Vilhelm Þorsteinsson EA með 3.848 tonn, Víkingur AK með tæp 2.846 tonn og svo Börkur NK með 2.826 tonn. Beitir NK er með fimmta mesta afla það sem af er vertíð eða 2.627 tonn.

Tekið skal fram að uppsjávarskipin veiða flest í samstarfi við önnur skip og getur því afla verið dælt milli skipa sem skiptast á að landa.

Ef itið er til fyrirtækja hafa skip Brims landað mestum afla það sem af er vertíð, alls 8.959 tonnum. Skip Síldarvinnslunnar hafa landað næstmestum afla og er samanlagður makrílafli þeirra nú 7.238 tonn.

mbl.is