Dauðarefsingu hnekkt vegna geðræns vanda

Íran | 26. júlí 2023

Dauðarefsingu hnekkt vegna geðræns vanda

Hæstiréttur í Íran hefur hnekkt dómi lægra setts dómsmáls í máli 23 ára karlmanns. Hann hlaut dauðarefsingu fyrir að hafa orðið lögreglumanni að bana í mótmælum sem spruttu upp vegna morðs á Möshu Amini.

Dauðarefsingu hnekkt vegna geðræns vanda

Íran | 26. júlí 2023

Maðurinn banaði lögreglumanni í mótmælum vegna klerkastjórnarinnar.
Maðurinn banaði lögreglumanni í mótmælum vegna klerkastjórnarinnar. AFP

Hæstiréttur í Íran hefur hnekkt dómi lægra setts dómsmáls í máli 23 ára karlmanns. Hann hlaut dauðarefsingu fyrir að hafa orðið lögreglumanni að bana í mótmælum sem spruttu upp vegna morðs á Möshu Amini.

Hæstiréttur í Íran hefur hnekkt dómi lægra setts dómsmáls í máli 23 ára karlmanns. Hann hlaut dauðarefsingu fyrir að hafa orðið lögreglumanni að bana í mótmælum sem spruttu upp vegna morðs á Möshu Amini.

Var komist að þeirri niðurstöðu að máli hans yrði beint í viðeigandi farveg þar sem hann glími við geðhvörf. 

Dæmdur fyrir spillingu á Jörðu

23 ára karlmaðurinn, Mohammad Ghobadlou, var dæmdur til dauða í október fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn og orðið einum þeirra að bana.

Masha Amini var myrt af lögreglu í Íran þar sem hún klæddist ekki höfuðslæðu, sem hratt af stað mómælabylgju gegn klerkastjórninni þar í landi. Mótmælin hafa gengið niður á undanförnum misserum. 

Írönsk stjórnvöld hafa dæmt fjölda fólks til dauða í kjölfar mótmælanna og hafa sjö dauðarefsingar þegar verið framkvæmdar. 

mbl.is