Maeby Fünke á von á barni

Frægir fjölga sér | 26. júlí 2023

Maeby Fünke á von á barni

Leikkonan Alia Shawkat, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem Maeby Fünke í þáttunum Arrested Development, á von á sínu fyrsta barni.

Maeby Fünke á von á barni

Frægir fjölga sér | 26. júlí 2023

Leikkonan Alia Shawkat, sem flestir þekkja sem Maeby Fünke úr …
Leikkonan Alia Shawkat, sem flestir þekkja sem Maeby Fünke úr Arrested Development, á von á sínu fyrsta barni. Skjáskot/IMDb

Leikkonan Alia Shawkat, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem Maeby Fünke í þáttunum Arrested Development, á von á sínu fyrsta barni.

Leikkonan Alia Shawkat, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem Maeby Fünke í þáttunum Arrested Development, á von á sínu fyrsta barni.

Shawkat, 34 ára, hefur ekki greint opinberlega frá óléttunni en á myndum sem birtust nýverið af leikkonunni á Page Six sést glitta í myndarlega óléttukúlu.

Árið 2017 kom Shawkat út úr skápnum í viðtali við tímaritið Out og sagðist vera tvíkynhneigð, en lítið er vitað um maka og fyrri sambönd leikkonunnar.

mbl.is