Jónas nýr sviðsstjóri hjá Hafró

Hafrannsóknastofnun | 27. júlí 2023

Jónas nýr sviðsstjóri hjá Hafró

Jónas Páll Jónasson hefur tekið við starfi sviðsstjóra botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Hann hefur starfað á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar frá árinu 2011, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.

Jónas nýr sviðsstjóri hjá Hafró

Hafrannsóknastofnun | 27. júlí 2023

Jónas Páll Jónasson er nýr sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar
Jónas Páll Jónasson er nýr sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar mbl.is/Hákon

Jónas Páll Jónasson hefur tekið við starfi sviðsstjóra botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Hann hefur starfað á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar frá árinu 2011, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.

Jónas Páll Jónasson hefur tekið við starfi sviðsstjóra botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Hann hefur starfað á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar frá árinu 2011, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.

Jónas hefur borið ábyrgð á og sinnt rannsóknum og stofnmati fyrir humar, hörpudisk og sæbjúgu. Jafnframt hefur Jónas tekið að sér ráðgjöf og rannsóknavinnu fyrir aðra hryggleysingja ásamt rannsóknum á bolfiskum.

Auk þess hefur Jónas haft umsjón með og kennir á stofnmatslínu sjávarútvegsskóla GRÓ-FTP sem hefur aðsetur á Hafrannsóknastofnun.

Jónas tekur við af Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur en hún tók við af Guðmundi Þórðarsyni á síðasta ári.

Stór verkefni

Botnsjávarsvið sinnir vöktun og rannsóknum á botnlægum tegundum, allt frá helstu nytjategund Íslendinga, þorskinum, til viðkvæmra og flókinna búsvæða.

„Við erum búin að vera í varnarbaráttu nokkuð lengi. Bæði hvað varðar almennar rannsóknir og einnig vöktun margra minni stofna. Á sama tíma hafa kröfur samfélagsins og áhugi á vannýttum stofnum aukist. Stór verkefni bíða sviðsins við skipulagningu nýtingar við Íslands, eins og áherslur stjórnvalda um friðun 30% hafsvæða fyrir árið 2030. Þessi verkefni passa vel innan þess ramma sem Hafrannsóknastofnun hefur verið að sinna, eftir bestu getu,“ er haft eftir Jónasi.

„Vonandi getum við eflt starfsemina á þessum sviðum, bæði með auknu fjármagni og styrkjafé,“ segir hann.

Uppfært klukkan 10:09: Upphaflega sagði að Jónas hafi tekið við af Guðmundi Þórðarsyni en rétt er að hann tekur við af Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur. Fréttin hefur verið leiðrétt með tilliti til þessa.

mbl.is