Bráðbirgðaniðurstöður mælinga í 19 daga leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi var álíka og síðasta sumar en útbreiðslusvæðið var minna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.
Bráðbirgðaniðurstöður mælinga í 19 daga leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi var álíka og síðasta sumar en útbreiðslusvæðið var minna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.
Bráðbirgðaniðurstöður mælinga í 19 daga leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi var álíka og síðasta sumar en útbreiðslusvæðið var minna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.
Þar segir að makríll hafi fundist „aðallega á landgrunninu og landgrunnsbrúninni meðfram suðurströnd landsins og fáeinir fiskar fengust fyrir vestan landið.“
Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi þann 21. júlí síðastliðinn og hafði þá verið teknar 43 togstöðvar og sigldar um 3.250 sjómílur eða 6 þúsund kílómetrar. Einnig voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum.
Ekki var aðeins rannsökuð útbreiðsla makríls, heldur var einnig skoðuð útbreiðsla síldar og kolmunna í íslenskri lögsögu að undanskildum suðaustur hluta hennar sem Færeyingar rannsökuðu.
„Líkt og undanfarin ár var norsk-íslenska vorgotssíld að finna á flestum togstöðvum fyrir norðan og austan landið og íslenska sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið. [...] Kynþroska kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina sunnan og vestan við landið í álíka þéttleika og síðasta sumar.“
Þá sýna bráðabirgðaniðurstöður einnig að hitastig í yfirborðslagi sjávar hafi verið álíka og sumarið 2022 fyrir sunnan og vestan landið en kaldara fyrir norðan.
Þá stendur leiðangur tveggja skipa Norðmanna enn yfir og er gert ráð fyrir að gögn frá skipunum fimm sem taka þátt í leiðangrinum verða tekin saman og greind upp úr miðjum ágúst og niðurstöður kynntar undir lok ágúst.