Sér eftir að hafa farið í brjóstastækkun 19 ára

Fegrunaraðgerðir | 27. júlí 2023

Sér eftir að hafa farið í brjóstastækkun 19 ára

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hefur lengi þvertekið fyrir það að hafa farið í lýtaaðgerðir, en á dögunum viðurkenndi hún loksins að hafa farið í brjóstastækkun þegar hún var aðeins 19 ára gömul og segist sjá mikið eftir því í dag. 

Sér eftir að hafa farið í brjóstastækkun 19 ára

Fegrunaraðgerðir | 27. júlí 2023

Á dögunum viðurkenndi Kylie Jenner að hafa farið í brjóstastækkun …
Á dögunum viðurkenndi Kylie Jenner að hafa farið í brjóstastækkun þegar hún var 19 ára. Samsett mynd

Raun­veru­leika­stjarn­an Kylie Jenner hef­ur lengi þver­tekið fyr­ir það að hafa farið í lýtaaðgerðir, en á dög­un­um viður­kenndi hún loks­ins að hafa farið í brjóstas­tækk­un þegar hún var aðeins 19 ára göm­ul og seg­ist sjá mikið eft­ir því í dag. 

Raun­veru­leika­stjarn­an Kylie Jenner hef­ur lengi þver­tekið fyr­ir það að hafa farið í lýtaaðgerðir, en á dög­un­um viður­kenndi hún loks­ins að hafa farið í brjóstas­tækk­un þegar hún var aðeins 19 ára göm­ul og seg­ist sjá mikið eft­ir því í dag. 

Í lokaþætti The Kar­dashi­ans viður­kenndi Jenner að hafa farið í brjóstas­tækk­un stuttu áður en hún varð ófrísk af sínu fyrsta barni, dótt­ur­inni Stormi Web­ster, sem kom í heim­inn hinn 1. fe­brú­ar 2018. 

„Ég fór í brjóstas­tækk­un áður en ég eignaðist Stormi ... ég hélt ekki að ég myndi eign­ast barn tví­tug. Þau voru enn að gróa. Ég var með fal­leg brjóst. Nátt­úru­leg brjóst. Bara glæsi­leg. Full­kom­in í stærð, allt full­komið við þau. Og ég vildi óska þess, aug­ljós­lega, að ég hefði aldrei farið í brjóstas­tækk­un til að byrja með,“ sagði Jenner.

„Ég myndi ráðleggja öll­um sem eru að íhuga brjóstas­tækk­un að bíða þangað til eft­ir að þau eign­ast börn,“ bætti hún við. 

Vill ekki að dótt­ir sín feti í sömu fót­spor

Jenner seg­ist hafa séð eft­ir ákvörðun sinni eft­ir að hafa eign­ast Stormi, en í dag á hún tvö börn. „Mér yrði illt í hjart­anu ef dótt­ir mín vildi láta laga lík­ama sinn 19 ára. Hún er það fal­leg­asta sem til er. Ég vil vera besta mamm­an og besta fyr­ir­mynd­in fyr­ir hana. Ég vildi að ég gæti verið hún og gert þetta allt öðru­vísi því þá myndi ég ekki láta laga neitt,“ sagði hún.

Brjóstas­tækk­un­in er þó ekki eina eft­ir­sjá Jenner, en í maí sagðist hún sjá eft­ir að hafa breytt and­lit­inu á sér með því að nota fyll­ing­ar­efni. Jenner var aðeins 17 ára göm­ul þegar hún viður­kenndi að nota vara­fyll­ing­ar­efni.

mbl.is