Geggjaðir pylsupinnar í partíið

Uppskriftir | 28. júlí 2023

Geggjaðir pylsupinnar í partíið

Pylsupinnar er fyrirbæri sem ekki allir hafa verið svo heppnir að fá að kynnast fyrr en nú, en betra er seint en aldrei. Þessi partíréttur svíkur engan, enda er hann mikil klassík sem hægt er að bjóða upp á hvar og hvenær sem er. Þrátt fyrir að pylsupinnarnir séu frábærir í partíið eða á veisluborðið þá eru þeir ekkert síðri til að seðja hungrið í útilegunni eða á fótboltamótunum. Þeir eiga nefninlega alltaf vel við.  

Geggjaðir pylsupinnar í partíið

Uppskriftir | 28. júlí 2023

Pylsupinnar eru alveg hreint lostæti.
Pylsupinnar eru alveg hreint lostæti. Ljósmynd/Aðsend

Pylsupinnar er fyrirbæri sem ekki allir hafa verið svo heppnir að fá að kynnast fyrr en nú, en betra er seint en aldrei. Þessi partíréttur svíkur engan, enda er hann mikil klassík sem hægt er að bjóða upp á hvar og hvenær sem er. Þrátt fyrir að pylsupinnarnir séu frábærir í partíið eða á veisluborðið þá eru þeir ekkert síðri til að seðja hungrið í útilegunni eða á fótboltamótunum. Þeir eiga nefninlega alltaf vel við.  

Pylsupinnar er fyrirbæri sem ekki allir hafa verið svo heppnir að fá að kynnast fyrr en nú, en betra er seint en aldrei. Þessi partíréttur svíkur engan, enda er hann mikil klassík sem hægt er að bjóða upp á hvar og hvenær sem er. Þrátt fyrir að pylsupinnarnir séu frábærir í partíið eða á veisluborðið þá eru þeir ekkert síðri til að seðja hungrið í útilegunni eða á fótboltamótunum. Þeir eiga nefninlega alltaf vel við.  

Pylsupinnar

Hráefni:

  • 1 kg hveiti
  • 50 g sykur
  • ½ tsk salt
  • ½ líter mjólk
  • 1 pakki þurrger 
  • 120 gr brætt smjör
  • 10 stk SS pylsur (einn pakki)
  • 1 stk egg
  • Smá mjólk

Aðferð:

  1. Velgið mjólkina og bætið þurrgerinu út í. Látið standa í að minnsta kosti 5 mínútur. 
  2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hrærið vel.
  3. Bræðið smjörið við vægan hita og hellið því út á þurrefnablönduna.
  4. Bætið því næst mjólkur- og þurrgersblöndunni saman við og hnoðið vel.
  5. Þegar deigið er orðið þétt í sér er gott að hnoða það í bolta og leggja ofan í skál, setja viskustykki yfir skálina og leyfa deiginu að hefast í um það bil klukkustund.
  6. Á meðan beðið er eftir deiginu eru pylsurnar skornar niður í bita.
  7. Þegar deigið er klárt er hveiti stráð yfir borðið og deiginu skipt í 2-3 parta sem eru flattir út með kökukefli.
  8. Því næst er deigið skorið í ferninga. Einn ferningur á að rúma einn pylsubita.
  9. Setjið pylsubita á miðjan deigferning og lokið honum með því að setja horn í horn. Endurtakið þar til allt deigið hefur klárast.
  10. Raðið pylsupinnunum á ofnskúffur. Mikilvægt er að notast við bökunarpappír.
  11. Blandið saman eggi og smá mjólk í skál.
  12. Penslið hvern og einn pylsupinna með blöndunni.

Pylsupinnana á að baka við 180° og blástur þar til þeir eru orðnir gullinbrúnir og lokkandi lykt fer að leggjast yfir eldhúsið. 

Lykilatriðið er að baka pylsupinnana þar til þeir verða gullinbrúnir …
Lykilatriðið er að baka pylsupinnana þar til þeir verða gullinbrúnir og ilmandi. Ljósmynd/Aðsend
Pylsupinnar eru hentugir í partíið en líka sem nasl og …
Pylsupinnar eru hentugir í partíið en líka sem nasl og millimál. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is