Helgi auglýsir á Tenerife: „Íslendinganýlenda“

Helgi Björns | 28. júlí 2023

Helgi auglýsir á Tenerife: „Íslendinganýlenda“

Helgi Björnsson stefnir á að auglýsa streymi sitt, VerslunarmannaHelgi, á auglýsingaskiltum á Tenerife. Þetta staðfestir Einar Bárðarson, sem hefur verið Helga innan handar í markaðsmálum, í samtali við mbl.is.

Helgi auglýsir á Tenerife: „Íslendinganýlenda“

Helgi Björns | 28. júlí 2023

Hér má sjá hvernig auglýsingin mun blasa við fólki á …
Hér má sjá hvernig auglýsingin mun blasa við fólki á Tenerife þegar hún verður komin upp á mánudaginn. Myndin er unnin með hjálp Photoshop. Ljósmynd/Aðsend

Helgi Björns­son stefn­ir á að aug­lýsa streymi sitt, Versl­un­ar­manna­Helgi, á aug­lýs­inga­skilt­um á Teneri­fe. Þetta staðfest­ir Ein­ar Bárðar­son, sem hef­ur verið Helga inn­an hand­ar í markaðsmá­l­um, í sam­tali við mbl.is.

Helgi Björns­son stefn­ir á að aug­lýsa streymi sitt, Versl­un­ar­manna­Helgi, á aug­lýs­inga­skilt­um á Teneri­fe. Þetta staðfest­ir Ein­ar Bárðar­son, sem hef­ur verið Helga inn­an hand­ar í markaðsmá­l­um, í sam­tali við mbl.is.

Versl­un­ar­manna­Helgi er bein út­send­ing frá tón­leik­um Helga sem fara fram 4. ág­úst um versl­un­ar­manna­helg­ina. Hægt verður að nálg­ast streymið á Sím­an­um, Voda­fo­ne eða net­streymi Vvenue. 

Hálf­gerð ný­lenda

Helgi ákvað að láta sér ekki nægja að aug­lýsa ein­ung­is á Íslandi og sæk­ir því út fyr­ir land­stein­anna og munu aug­lýs­ing­ar um viðburðinn birt­ast víða á Teneri­fe frá og með mánu­deg­in­um.

„Í fyrsta lagi er gam­an að prófa þetta en það er al­veg þannig að það er gríðarlega stór hluti þjóðar­inn­ar þarna niður frá alla jafna. Þetta er hálf­gerð Íslend­inga­ný­lenda. Það verður hægt að kom­ast í versl­un­ar­manna­helg­ar stemn­ingu sama hvar maður er í heim­in­um,“ seg­ir Ein­ar.

Ein­ar seg­ir að streymið verði einnig í beinni á Íslend­ingastaðnum St. Eu­gens á Teneri­fe sem er rek­inn af Ní­els Haf­steins­syni. 

„Þeir hafa verið að halda Íslend­ingaviðburði. Þeir settu sig í sam­band við Helga og vildu sýna þetta. Það geta all­ir fylgst með þessu í tölv­unni hvar sem er en fyr­ir þá sem eru aðeins minna tækni­lega sinnaðir ákvað Helgi að bregða á leik með þeim og verður opið fyr­ir alla sem hafa ald­ur til að koma að fylgj­ast með út­send­ing­unni.“

Þeir stefna á að birta auglýsinguna víða.
Þeir stefna á að birta aug­lýs­ing­una víða. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is