Pálmi og Ellen selja hönnunarparadísina

Heimili | 28. júlí 2023

Pálmi og Ellen selja hönnunarparadísina

Pálmi Ragnar Ásgeirsson, lagahöfundur og pródúsent, og Ellen Helena Helgadóttir, sálfræðingur, hafa sett glæsilega íbúð sína við Grandaveg í Vesturbænum á sölu. Pálmi Ragnar hefur verið að gera góða hluti í tónlistarbransanum síðustu ár og unnið með tónlistarfólki á borð við Bríeti, Friðrik Dór og Jón Jónsson. Hann er einnig höfundur lagsins Power sem var framlag Íslands í Eurovision í ár. 

Pálmi og Ellen selja hönnunarparadísina

Heimili | 28. júlí 2023

Einstök fagurfræði einkennir íbúð Pálma Ragnars Ásgeirssonar og Ellenar Helenu …
Einstök fagurfræði einkennir íbúð Pálma Ragnars Ásgeirssonar og Ellenar Helenu Helgadóttur í Vesturbænum. Samsett mynd

Pálmi Ragnar Ásgeirsson, lagahöfundur og pródúsent, og Ellen Helena Helgadóttir, sálfræðingur, hafa sett glæsilega íbúð sína við Grandaveg í Vesturbænum á sölu. Pálmi Ragnar hefur verið að gera góða hluti í tónlistarbransanum síðustu ár og unnið með tónlistarfólki á borð við Bríeti, Friðrik Dór og Jón Jónsson. Hann er einnig höfundur lagsins Power sem var framlag Íslands í Eurovision í ár. 

Pálmi Ragnar Ásgeirsson, lagahöfundur og pródúsent, og Ellen Helena Helgadóttir, sálfræðingur, hafa sett glæsilega íbúð sína við Grandaveg í Vesturbænum á sölu. Pálmi Ragnar hefur verið að gera góða hluti í tónlistarbransanum síðustu ár og unnið með tónlistarfólki á borð við Bríeti, Friðrik Dór og Jón Jónsson. Hann er einnig höfundur lagsins Power sem var framlag Íslands í Eurovision í ár. 

Pálmi Ragnar og Ellen Helena hafa innréttað íbúðina á einstaklega fallegan máta og augljóst að hvert smáatriði hafi verið útpælt. Íbúðin ætti að falla vel í kramið hjá hönnunarunnendum, en hún er 92 fm að stærð og er á tveimur hæðum.

Kröftugir og óvæntir litir gleðja augað

Stofa, borðstofa og eldhús eru samliggjandi í björtu alrými á neðri hæðinni. Flotað gólfið gefur rýminu mikinn sjarma og tónar fallega við húsmuni og innréttingar.

Notaleg litapalletta flæðir í gegnum íbúðina þar sem náttúrulegir litir setja tóninn, en inn á milli setja kröftugir og óvæntir litir skemmtilegan svip á íbúðina og gefa henni einstakt yfirbragð. 

Í borðstofunni má til að mynda sjá fallegt málverk eftir listakonuna Sögu Sig sem fangar augað samstundis, en til móts við litagleðina er að finna í rýminu stílhreint ljós frá 101 Copenhagen sem er innblásið af dönskum módernisma og fallega sérsmíðaða skápa undir súð.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Grandavegur 5

mbl.is