Eftir að hafa glímt við frjósemisvanda eignuðust dönsku hjónin Michelle Meier-Morsi og Mark Morsi fimm börn á þremur árum, tvíburastúlkur og þríburadrengi. Það er því óhætt að segja að hjónin hafi nóg að gera, en þau hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem þau hafa gefið fylgjendum sínum innsýn í fjölskyldulíf sitt.
Eftir að hafa glímt við frjósemisvanda eignuðust dönsku hjónin Michelle Meier-Morsi og Mark Morsi fimm börn á þremur árum, tvíburastúlkur og þríburadrengi. Það er því óhætt að segja að hjónin hafi nóg að gera, en þau hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem þau hafa gefið fylgjendum sínum innsýn í fjölskyldulíf sitt.
Eftir að hafa glímt við frjósemisvanda eignuðust dönsku hjónin Michelle Meier-Morsi og Mark Morsi fimm börn á þremur árum, tvíburastúlkur og þríburadrengi. Það er því óhætt að segja að hjónin hafi nóg að gera, en þau hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem þau hafa gefið fylgjendum sínum innsýn í fjölskyldulíf sitt.
Árið 2018 tóku hjónin á móti tvíburastúlkum, en þegar Michelle varð ófrísk höfðu þau verið í tæknifrjóvgunarmeðferð í rúmt ár. Stúlkurnar komu í heiminn eftir 37 vikna meðgöngu með keisaraskurði.
Þremur árum síðar eignuðust þau þríburadrengi og eiga því fimm börn í dag. Á seinni meðgöngunni vakti Michelle gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum þar sem hún var dugleg að deila myndum og myndskeiðum af líkamsbreytingunum sem fylgdu þríburameðgöngunni, en eitt af myndskeiðum hennar hefur fengið yfir 231 milljón áhorfa.
Meðgöngurnar hafa tekið sinn toll á líkama Michelle, en hún hefur átt erfitt með að sætta sig við líkamsbreytingarnar sem fylgdu meðgöngunni, bæði líkamlega og andlega. Kviðvöðvar hennar klofnuðu mikið á seinni meðgöngunni, en hún deildi færslu nokkrum mánuðum eftir fæðinguna og sagði bilið á milli kviðvöðva hennar vera hvorki meira né minna en 18 cm.
„Mikið klofnir kviðvöðvarnir þýða að ég geng um með stöðuga verki í baki, maga, mjöðmum og neðri hluta kviðar. Og það er þreytandi að vera stanslaust með sársauka, það tekur svo mikla orku,“ skrifaði hún við eina af færslum sínum á Instagram.
Þá segir hún líkamsbreytingarnar einnig hafa tekið mikinn toll á líkamsímynd og sjálfstraust sitt. „Svo þoli ég ekki hvernig ég lít út. Ég lít niður eftir sturtu svo ég geti forðast að líta í spegil. Ég geng ekki um nakin lengur. Og mér þykir vandræðalegt þegar Mark eða dætur mínar horfa á nakinn líkama minn eða snerta magann minn.“