Stærri makríll leitar vestur og norður

Makrílveiðar | 31. júlí 2023

Stærri makríll leitar vestur og norður

Minna hefur fengist af makríl í seinni hluta rannsóknaleiðangurs norsku hafrannsóknastofnunarinnar, Havforskningsinstituttet, við Norður-Noreg en á suðlægari leitarsvæði sem kannað var í fyrri hluta leiðangursins.

Stærri makríll leitar vestur og norður

Makrílveiðar | 31. júlí 2023

Starfsmenn norsku hafrannsóknastofnunarinnar unnu að kortlagningu makrílsins.
Starfsmenn norsku hafrannsóknastofnunarinnar unnu að kortlagningu makrílsins. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet

Minna hefur fengist af makríl í seinni hluta rannsóknaleiðangurs norsku hafrannsóknastofnunarinnar, Havforskningsinstituttet, við Norður-Noreg en á suðlægari leitarsvæði sem kannað var í fyrri hluta leiðangursins.

Minna hefur fengist af makríl í seinni hluta rannsóknaleiðangurs norsku hafrannsóknastofnunarinnar, Havforskningsinstituttet, við Norður-Noreg en á suðlægari leitarsvæði sem kannað var í fyrri hluta leiðangursins.

Makríllinn sem finnst á norðlægari slóðum er þó töluvert stærri en hann var sunnar og er meðalþyngd allt að 580 grömm í holi sem tekin eru við Jan Mayen. Þar voru einnig einstaklingar yfir 600 grömm og allt að 17 ára gamlir.

Þetta er meðal þess sem fram kemur um bráðabirgðaniðustöður leiðangursins á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.

Þéttleiki og útbreiðsla makríls.
Þéttleiki og útbreiðsla makríls. Kort/Havforskningsinstituttet
Meðalþyngd makríls.
Meðalþyngd makríls. Kort/Havforskningsinstituttet

Leiðangur Norðmanna er hluti af alþjóðlegri árlegri rannsókn á stöðu uppsjávarstofnanna þar sem fimm rannsóknaskip hafa tekið þátt.

Lauk rannsóknaskipið Árni Friðriksson sinni yfirferð 21. júlí síðastliðinn og hafði makríll við Íslandsstrendur fundist aðallega á landgrunninu og landgrunnsbrúninni meðfram suðurströnd landsins og fáeinir fiskar fyrir vestan.

Yngri síld í efri lögum

Auk stöðu makríls hefur verið til skoðunar norsk-íslenski síldarstofninn og segir á vef norsku stofnunarinnar að greinileg aukning hefur orðið í mælingu norsk-íslensku síldarinnar seinni hluta ferðarinnar. Aðallega er um að ræða litla hópa síld á 10 til 40 metra dýpi.

Fundist hafa þó nokkuð af yngri síld í efri lögum bæði ný seiði og eins til þriggja ára á norðaustursvæðum í átt að Barentshafi. Mældist stærri síld bæði með bergmálsmælingu og veiðum en árgangurinn 2016 er ráðandi.

Þá var einnig skoðaður kolmunnastofninn og hrognkelsi merkt.

Ljósmynd/Havforskningsinstituttet
mbl.is