„Við erum að kaupa öflugt heilfrystiskip“

Brim | 31. júlí 2023

„Við erum að kaupa öflugt heilfrystiskip“

„Við erum að kaupa öflugt heilfrystiskip og er með línu til heilfrystingar. Við erum fyrst og fremst að líta til þess að geta beitt okkur meira á tegundir sem eru ekki meðal þessara hefðbundnu flakategunda,“ svarar Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, spurður hver hugsunin er að baki kaupunum á grænlenska togaraum Tuukkaq.

„Við erum að kaupa öflugt heilfrystiskip“

Brim | 31. júlí 2023

Grænlenski frystitogarinn Tuukkaq verður ný Þerney RE-3.
Grænlenski frystitogarinn Tuukkaq verður ný Þerney RE-3. Ljósmynd/Brim

„Við erum að kaupa öflugt heilfrystiskip og er með línu til heilfrystingar. Við erum fyrst og fremst að líta til þess að geta beitt okkur meira á tegundir sem eru ekki meðal þessara hefðbundnu flakategunda,“ svarar Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, spurður hver hugsunin er að baki kaupunum á grænlenska togaraum Tuukkaq.

„Við erum að kaupa öflugt heilfrystiskip og er með línu til heilfrystingar. Við erum fyrst og fremst að líta til þess að geta beitt okkur meira á tegundir sem eru ekki meðal þessara hefðbundnu flakategunda,“ svarar Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, spurður hver hugsunin er að baki kaupunum á grænlenska togaraum Tuukkaq.

Gengið var frá samningum um kaup Brims á togaranum nýverið.

Ægir Páll segir að til standi að nýta skipið til að veiða á grálúðu, gulllax og karfa. Bendir hann þó á að bundar séu vonir við að frekari niðurskurður í karfakvótanum verði ekki umfangsmikill. Þá hafi einnig verð verið fín fyrir grálúðuna en veiði gengið misvel undanfarið. Þá eru einnig töluvert af heimildum í gulllax.

Frystitogarinn Örfirsey RE-4 hefur verið settur á sölu en hann er 13 árum eldri en hinn nýi sem mun fá nafnið Þerney RE-3. Þerney var smíðuð 2001 og er aðeins lengri og nokkuð breiðari en Örfirsey.

mbl.is