Wagner-liðar einblína á Afríku og Hvíta-Rússland

Rússland | 31. júlí 2023

Wagner-liðar einblína á Afríku og Hvíta-Rússland

Jev­gení Prigó­sjín, leiðtogi Wagner-málaliðahóps­ins, greindi frá því í dag að hópurinn muni starfa áfram í Hvíta-Rússlandi og Afríku, en að Wagner sé ekki að taka við nýjum liðsmönnum að svo stöddu. 

Wagner-liðar einblína á Afríku og Hvíta-Rússland

Rússland | 31. júlí 2023

Jev­gení Prigó­sjín, leiðtogi Wagner-málaliðahóps­ins.
Jev­gení Prigó­sjín, leiðtogi Wagner-málaliðahóps­ins. AFP/Telegram

Jev­gení Prigó­sjín, leiðtogi Wagner-málaliðahóps­ins, greindi frá því í dag að hóp­ur­inn muni starfa áfram í Hvíta-Rússlandi og Afr­íku, en að Wagner sé ekki að taka við nýj­um liðsmönn­um að svo stöddu. 

Jev­gení Prigó­sjín, leiðtogi Wagner-málaliðahóps­ins, greindi frá því í dag að hóp­ur­inn muni starfa áfram í Hvíta-Rússlandi og Afr­íku, en að Wagner sé ekki að taka við nýj­um liðsmönn­um að svo stöddu. 

BBC grein­ir frá.

Í hljóðskila­boðum sem Prigó­sjín birti á Tel­egram sagði hann að hóp­ur­inn væri að ákveða sín næstu skref. 

Wagner-liðar gegndu lyk­il­hlut­verki í átök­un­um í Úkraínu áður en Prigó­sjín stóð að mis­heppnaðri upp­reisn gegn rúss­nesk­um stjórn­völd­um í lok júní. 

Þann 24. júní stóð Prigó­sjín að mis­heppnaðri upp­reisn gegn rúss­nesk­um …
Þann 24. júní stóð Prigó­sjín að mis­heppnaðri upp­reisn gegn rúss­nesk­um stjórn­völd­um. AFP/​Rom­an Romok­hov

Í hljóðskila­boðunum greindi Prigó­sjín frá því að flest­ir Wagner-liðar væru í fríi eft­ir „langt tíma­bil þar sem þeir unnu erfiðis­vinnu“. 

Þá sagði hann að Wagner væri að ákveða næstu skref sem yrðu „unn­in í þágu Rúss­lands“.

Bíða eft­ir kalli frá föður­land­inu

Prigó­sjín sagði að hóp­ur­inn myndi nú starfa í Afr­íku og á æf­inga­stöðvum í Hvíta-Rússlandi. 

BBC grein­ir frá því að vitað sé að Wagner starfi í Sýr­landi, Súd­an, Líb­íu, Mósam­bík, Malí og Mið-Afr­íku­lýðveld­inu.

Prigó­sjín sagði í skila­boðunum að hóp­ur­inn tæki ekki við nýj­um liðsmönn­um að sinni en um leið og „föður­landið þyrfti á nýrri her­sveit að halda til að berj­ast fyr­ir sig, þá muni Wagner svo sann­ar­lega taka við nýj­um liðsmönn­um“.

Þá sagði hann að það stæði ekk­ert í veg fyr­ir að Wagner-liðar færi sig um set og gang­ist til liðs við aðrar her­sveit­ir „sem sum­ir hafi, því miður, nú þegar gert“.

Eft­ir upp­reisn­ina bauð Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti Wagner-liðum sem tóku ekki þátt í upp­reisn­inni að ganga til liðs við rúss­neska her­inn.

mbl.is