Logi Pedro, tónlistarmaður og pródúsent, og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Hagvangi, hafa sett glæsilega íbúð sína við Skeggjagötu í Reykjavík á sölu. Logi hefur komið víða við í tónlistarheiminum síðustu ár og var meðal annars liðsmaður í hljómsveitinni Retro Stefson. Auk þess hefur hann unnið með tónlistarfólki á borð við Emmsjé Gauta, Loah og liðsmönnum GusGus. Logi og Hallveig hafa verið saman frá árinu 2018.
Logi Pedro, tónlistarmaður og pródúsent, og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Hagvangi, hafa sett glæsilega íbúð sína við Skeggjagötu í Reykjavík á sölu. Logi hefur komið víða við í tónlistarheiminum síðustu ár og var meðal annars liðsmaður í hljómsveitinni Retro Stefson. Auk þess hefur hann unnið með tónlistarfólki á borð við Emmsjé Gauta, Loah og liðsmönnum GusGus. Logi og Hallveig hafa verið saman frá árinu 2018.
Logi Pedro, tónlistarmaður og pródúsent, og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Hagvangi, hafa sett glæsilega íbúð sína við Skeggjagötu í Reykjavík á sölu. Logi hefur komið víða við í tónlistarheiminum síðustu ár og var meðal annars liðsmaður í hljómsveitinni Retro Stefson. Auk þess hefur hann unnið með tónlistarfólki á borð við Emmsjé Gauta, Loah og liðsmönnum GusGus. Logi og Hallveig hafa verið saman frá árinu 2018.
Logi og Hallveig hafa komið sér einstaklega vel fyrir í krúttlegri efri-sérhæð í þríbýli í Norðurmýrinni og fá nú aðrir tækifæri til að gera eignina að sinni enda frábær fyrir fyrstu kaupendur. Sérstaða eignarinnar er heimilislegur blær hennar.
Rýmið er opið og bjart, en íbúðin er 74,7 fm en í heildina er eignin 109,9 fm með geymslu og bílskúr, sem hefur verið innréttaður sem stúdíóíbúð.
Forstofa, stofa og eldhús eru samliggjandi í björtu alrými og er dúkur á gólfi. Í eldhúsinu er sérsmíðuð innrétting frá árinu 2020, sem inniheldur opna efri skápa og háf. Baðherbergið er flísalagt með fallegri innréttingu og sturtuklefa. Gluggi er á baðherberginu sem gefur fallega og hlýja birtu.
Eignin er á frábærum stað í borginni þar sem stutt er í alla þjónustu.