Á landsbyggðinni er að finna fjölmargar sundlaugar sem bjóða sundlaugargestum upp á mismunandi upplifun, allt frá stórbrotnu útsýni og góðri sólbaðsaðstöðu yfir í skemmtilegar rennibrautir.
Á landsbyggðinni er að finna fjölmargar sundlaugar sem bjóða sundlaugargestum upp á mismunandi upplifun, allt frá stórbrotnu útsýni og góðri sólbaðsaðstöðu yfir í skemmtilegar rennibrautir.
Á landsbyggðinni er að finna fjölmargar sundlaugar sem bjóða sundlaugargestum upp á mismunandi upplifun, allt frá stórbrotnu útsýni og góðri sólbaðsaðstöðu yfir í skemmtilegar rennibrautir.
Í síðustu viku tók ferðavefur mbl.is saman verðlag sundlauga á höfuðborgarsvæðinu sem leiddi í ljós að dýrasta sundferðin var í Reykjavík.
Mikil umræða varð til á Facebook-hópnum „Fjármálatips“ í síðustu viku þegar birt var mynd af verðskrá sundlaugarinnar á Húsafelli, en þar kostar aðgangur fyrir fullorðna í laugina 3.800 krónur. Börn á aldrinum 10 til 16 ára borga 1.500 krónur í aðgangseyri og frítt er fyrir börn undir 10 ára aldri.
Þar á eftir kemur sundlaugin í Laugarnesi við Birkimel, en þar kostar sundferðin 1.700 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára. Þá er frítt í laugina fyrir börn til 5 ára aldurs.
Því næst koma tvær laugar, annars vegar Skeiðalaug í Brautarholti sem er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hins vegar Lýsulaugar í Staðarsveit sem er á Snæfellsnesi.
Í Skeiðalaug og Lýsulaugar kostar sundferðin 1.500 krónur fyrir fullorðna. Þá borga börn á aldrinum 11 til 18 ára 500 krónur í Skeiðalaug, en börn á aldrinum 10-17 ára borga það sama í Lýsulaugar. Sem stendur er Skeiðalaug lokuð tímabundið vegna framkvæmda en búist er við að hún opni aftur síðar í sumar.
Ódýrasta sundferðin á landinu er í Vogum á Vatnsleysuströnd, en þar kostar sundferðin 670 krónur fyrir fullorðna, 300 krónur fyrir börn á aldrinum 6 til 17 ára og er ókeypis fyrir börn til 6 ára aldurs.
Næst ódýrasta sundferðin er í sundlaugina á Skagaströnd en þar kostar sundferðin 700 krónur fyrir fullorðna og er ókeypis fyrir börn til 16 ára aldurs.