Orrustuþotum fylgir ávallt hávaði. Þetta sagði þýski ofurstinn Marco Brunhofer á blaðamannafundi á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ fyrr í dag. Hávaði sem hann þekkir heima fyrir sem hljóð frelsis. Ríflega 30 blaðamenn frá Þýskalandi mættu á fundinn.
Orrustuþotum fylgir ávallt hávaði. Þetta sagði þýski ofurstinn Marco Brunhofer á blaðamannafundi á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ fyrr í dag. Hávaði sem hann þekkir heima fyrir sem hljóð frelsis. Ríflega 30 blaðamenn frá Þýskalandi mættu á fundinn.
Orrustuþotum fylgir ávallt hávaði. Þetta sagði þýski ofurstinn Marco Brunhofer á blaðamannafundi á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ fyrr í dag. Hávaði sem hann þekkir heima fyrir sem hljóð frelsis. Ríflega 30 blaðamenn frá Þýskalandi mættu á fundinn.
„Ef Ísland þarf á stuðningi að halda þá höfum við nú sýnt fram á það að við getum orðið ykkur að liði á stuttum tíma. Ég tek það þó fram að það verður enginn stuðningur úr lofti án hávaða. Vélarnar eru ekki rafknúnar. Þannig þessu fylgir hávaði, en á okkar tungumáli þá þekkjum við þetta sem hljóð frelsis (e. Sound of freedom),“ sagði Brunhofer meðal annars á blaðamannafundinum en bætti við:
„Ég tel hávaðann vera vel þess virði því í staðinn þá tryggjum við öryggi og frelsi.“
Ríflega 30 blaðamenn frá 14 þýskum fjölmiðlum mættu á blaðamannfundinn sem mbl.is sótti og komu þeir til landsins sérstaklega fyrir þennan fund. Komu þeir til landsins á stærðarinnar flugvél þýska flughersins klukkan 11 í morgun og voru farnir aftur til Þýskalands klukkan 15.
„Eins og þið hafið séð á síðustu árum þá er þýski flugherinn orðinn sveigjanlegri og hefur verið beitt meira um heiminn þar sem þörf er á. Við höfum hins vegar ekki farið á norðurskautssvæðið og það er þess vegna sem við erum á Íslandi,“ sagði ofurstinn og bætti við að með þessari æfingu hafi þeir nú þegar sýnt fram á hversu skjótir þeir geta verið í útköll.
Flugherinn tók með sér 25 tonn af búnaði, sem er aðeins 1/6 af því sem þeir myndu venjulega nýta fyrir æfingar sem þessar. Allt var þetta, ásamt 30 manna fylgdarliði, komið til Íslands á innan við fjórum dögum.
„Skilaboðin eru þessi: Ef vandamál steðjar að einhver staðar í heiminum þá er flugherinn tilbúinn til taks,“ sagði Brunhofer.
Hann þakkaði Íslendingum fyrir að vera góðir gestgjafar og skilaði Landhelgisgæslu Íslands sérstakar þakkir. Hann útskýrði að meginmarkmið verkefnisins væri að ná fram hámarks útkallshraða með eins lítilli fyrirhöfn og hægt sé.
Þrír ungir flugmenn í flughernum eru með í för til að öðlast frekari reynslu en það er hefðbundið hjá flughernum að þjálfa unga flugmenn erlendis til að kynnast aðstæðum.
Æfing þýska flughersins hér á landi hófst 28. júlí og lýkur 10. ágúst. Nefnist hún „Rapid Viking“ (röskur víkingur) og eru það hermenn úr röðum 73. flugdeildar flughersins, einnig þekkt undir nafninu Steinhoff, sem sækja Ísland heim.