Emilía svipt veiðileyfi í þriðja sinn á árinu

Eftirlit með veiðum | 4. ágúst 2023

Emilía svipt veiðileyfi í þriðja sinn á árinu

Fiskistofa ákvað fyrir skömmu að svipta bátinn Emilíu AK-57 um leyfi til veiða í atvinnuskyni í tvær vikur frá og með 1. ágúst síðastliðnum fyrir að hafa ekki skilað aflaupplýsingum í átta veiðiferðum í apríl á þessu ári. Um er að ræða þriðju veiðileyfissviptingu Emilíu á árinu.

Emilía svipt veiðileyfi í þriðja sinn á árinu

Eftirlit með veiðum | 4. ágúst 2023

Smábaturinn Emilía sem gerð er út frá Akranesi hefur verið …
Smábaturinn Emilía sem gerð er út frá Akranesi hefur verið veiðileyfissvipt í þriðja sinn á þessu ári. Nú í tvær vikur fyrir að hafa ekki skilað aflaupplýsingum í átta skipti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fiskistofa ákvað fyrir skömmu að svipta bátinn Emilíu AK-57 um leyfi til veiða í atvinnuskyni í tvær vikur frá og með 1. ágúst síðastliðnum fyrir að hafa ekki skilað aflaupplýsingum í átta veiðiferðum í apríl á þessu ári. Um er að ræða þriðju veiðileyfissviptingu Emilíu á árinu.

Fiskistofa ákvað fyrir skömmu að svipta bátinn Emilíu AK-57 um leyfi til veiða í atvinnuskyni í tvær vikur frá og með 1. ágúst síðastliðnum fyrir að hafa ekki skilað aflaupplýsingum í átta veiðiferðum í apríl á þessu ári. Um er að ræða þriðju veiðileyfissviptingu Emilíu á árinu.

Fiskistofa svipti bátinn fyrst um leyfi til veiða í eina viku vegna vigtarbrots sem átti sér stað í september á síðasta ári með ákvörðun 10. febrúar síðastliðinn. Svo tilkynnti stofnunin 23. mars að Emilía yrði svipt leyfi í fjórar vikur tl viðbótar fyrir að hafa ekki skilað aflaupplýsingum í 71 aðgreindu tilviki og of seint í níu á síðasta ári.

Böðvar Ingvason, sem gerir út Emilíu, hefur sagt útgerðina hafa „mátt þola gríðarlega hörku, embættismannahroka og valdníðslu af hálfu Fiskistofu. […] Fiskistofa hefur níðst á útgerð Emilíu AK með ærumeiðandi ummælum á opinberum vettvangi.“

Kvaðst hann hafa leitað til lögmanns vegna þessa.

Tekist á um skyldu

Fram kemur í gögnum málsins, sem fylgja ákvörðun Fiskistofu og birt hafa verið á vef hennar, að á grásleppuvertíðinni í vor hafi útgerðaraðili Emilíu orðið sér út um „áskrift að smáforritinu Aflaranum til skila aflaupplýsinga. Að hans sögn reyndist ómögulegt að skrá meðafla í forritið, aðeins hafi verið hægt að skrá grásleppuna. Voru leiðbeiningar þjónustuaðila forritsins ábótavant og erfitt að leita aðstoðar hjá honum og að sögn málsaðila væri jafnframt algjör skortur á leiðbeiningum frá Fiskistofu.“

Þetta á að hafa orðið til þess að ekki var hægt að skila upplýsingum með réttum hætti og því gripið til þess ráðs að senda Fiskistofu aflaupplýsingar með tölvupósti, eitthvað sem útgerð Emilíu segir stofnunina ekki hafa gert athugasemdir við.

Bendir Fiskistofa á að veiðieftirlitsmaður hafi verið um borð Emilíu á grásleppu bæði í ár og á síðasta ári. Fullyrt er að eftirlitsmaðurinn hafi komið því á framfæri við fulltrúa útgerðarinnar í bæði skipti að skila bæri aflupplýsingum með þeim leiðum sem krafist er.

Þá hafnar Fiskistofa því að stofnuninni ber skylda til að leiðbeina um notkun snjallforrita sem einkaaðilar gefa út umfram þá lagaskyldu að greina frá þeim reglum sem gilda hverju sinni. Jafnframt hafnar stofnunin því að aflaupplýsingarnar nýtist illa til eftirlits. Sagt er að útgerð Emilíu hafi talið „eftirlit Fiskistofu með vigtun á hafnarvog sé ófullnægjandi og því skipti því næsta litlu máli hvort aflaupplýsingar skipstjóra berist stofnuninni fyrir eða eftir að skip leggst að bryggju.“

Málsatvik sögð óumdeild

„Fyrir liggur að skipstjóri fiskiskipsins Emilía AK-57 skilaði ekki aflaupplýsingum í átta aðgreind skipti, á sautján dögum, frá 3.-20. apríl 2023. Athugasemdir málsaðila hafa verið raktar og þeim svarað. Eru þær ekki þess eðlis að það leiði til þess að málið sé fellt niður. Málsatvik eru óumdeild og ekki uppi vafi um hina meintu háttsemi enda byggir mat á umræddum brotum á gögnum, og hvort þeim sé skilað eða ekki. Ekkert hefur komið fram í málinu sem leitt getur til þess að skýrsla veiðieftirlitsmanns sé dregin í efa, né hefur málsaðili véfengt málsatvik eins og þeim er lýst,“ segir í ákvörðun Fiskistofu.

Bendir stofnunin á að ákvörðun um sviptingu veiðileyfis í tvær vikur er tekin þrátt fyrir að ákvæði laga um umgengni um nytjastofna sjávar geri ráð fyrir að lágmark sviptingar sé í fjórar vikur fyrir ítrekuð brot.

Átti veiðileyfissviptingin að taka gildi 21. ágúst næstkomandi en ákveðið var að flýta réttaráhrifum ákvörðunarinnar eftir að ósk þess efnis barst Fiskistofu.

mbl.is