Lumar á eldheitum samskiptaráðum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. ágúst 2023

Lumar á eldheitum samskiptaráðum

Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar prins, segist luma á mörgum ráðum hvað varða samskipti eftir að hafa verið hluti af konungsfjölskyldunni í áraraðir. 

Lumar á eldheitum samskiptaráðum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. ágúst 2023

Sarah Ferguson, hertogaynjan af York, hefur lært ýmislegt í gegnum …
Sarah Ferguson, hertogaynjan af York, hefur lært ýmislegt í gegnum tíðina. AFP

Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar prins, segist luma á mörgum ráðum hvað varða samskipti eftir að hafa verið hluti af konungsfjölskyldunni í áraraðir. 

Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar prins, segist luma á mörgum ráðum hvað varða samskipti eftir að hafa verið hluti af konungsfjölskyldunni í áraraðir. 

Í hlaðvarpsþætti sínum Tea Talks gefur Ferguson ráð til þess að komast hjá óþægilegum umræðuefnum. 

„Maður segir einfaldlega: „Bíddu aðeins með þetta, ég verð að skjótast og segja eitt orð við Fred“. Þegar maður kemur svo til baka þá er búið að skipta um umræðuefni og enginn man hvað var í gangi,“ segir Ferguson. 

„Eins ef einhver spyr mann erfiðrar spurningar sem maður vill helst ekki svara þá segir maður bara: „Þetta er mjög áhugavert, mig langar að varpa þessu yfir til Matthildar. Matthildur, hvað finnst þér um þetta mál?“ Með þessum hætti hefur maður náð að kasta boltanum yfir til einhvers annars.“

Þá lumar Ferguson á ráði sem nota má þegar maður getur ekki verið lengi í veislu og vill ekki móðga gestgjafann.

„Ítali gaf mér þetta ráð. Ef maður er mjög upptekinn og þarf til dæmis að mæta á þrjá viðburði sama kvöldið og maður nær þessu ekki öllu. Þá á maður að mæta í öllu sínu veldi, vera hávær og ganga hringinn. Allir munu taka eftir þér og þú getur farið eftir fimm mínútur. Ef gestgjafinn spyr, þá munu allir segjast hafa séð þig. Allir halda að þú hafir verið þarna allan tímann. Þetta endurtekur maður svo í öllum veislunum.“

Ferguson segist hafa alla tíð lagt áherslu á það að vera kurteis og að hún hafi kennt dætrum sínum mikilvægi þess. 

„Ég sagði alltaf við stelpurnar mínar að ef þú vilt ekki vera kurteis þá skaltu ekki fara út á meðal fólks. Enginn vill sjá fýlulega prinsessu.“

mbl.is