Musk borgar reikninginn fyrir notendur

X | 6. ágúst 2023

Musk borgar reikninginn fyrir notendur

Elon Musk, einn ríkustu manna heims og eigandi samfélagsmiðilsins X, sem áður var þekktur sem Twitter hefur boðist til þess að aðstoða notendur við lögfræðikostnað lendi þeir í vandræðum í vinnu vegna færslna á miðlinum.

Musk borgar reikninginn fyrir notendur

X | 6. ágúst 2023

Elon Musk eigandi X.
Elon Musk eigandi X. AFP/Alain Jocard

Elon Musk, einn ríkustu manna heims og eigandi samfélagsmiðilsins X, sem áður var þekktur sem Twitter hefur boðist til þess að aðstoða notendur við lögfræðikostnað lendi þeir í vandræðum í vinnu vegna færslna á miðlinum.

Elon Musk, einn ríkustu manna heims og eigandi samfélagsmiðilsins X, sem áður var þekktur sem Twitter hefur boðist til þess að aðstoða notendur við lögfræðikostnað lendi þeir í vandræðum í vinnu vegna færslna á miðlinum.

AFP greinir frá því að notendur miðilsins hafi í gegnum tíðina lent í vandræðum í vinnu vegna þess sem þeir hafi skrifað eða lækað.

Musk sendi frá sér tíst vegna málsins í nótt.

„Ef yfirmaðurinn þinn kom fram við þig á ósanngjarnan máta vegna þess að þú birtir eitthvað eða læk-aðir á þessum miðli, þá munum við borga lögfræðikostnaðinn þinn. Engin takmörk. Vinsamlegast látið okkur vita,“ segir í færslunni.

mbl.is