Unaðslega góð kjúklingaspjót á grillið

Uppskriftir | 6. ágúst 2023

Unaðslega góð kjúklingaspjót á grillið

Þessa dagana er fátt skemmtilegra en að bjóða upp á girnilega grillaða rétti sem eru bæði einfaldir og hagkvæmir. Matarbloggarinn Vesela Asenova sem heldur úti Instagram reikningum @vessys_gourmet_kitchen deildi með fylgjendum sínum uppskrift að þessum unaðslega góðu kjúklingaspjótum sem tekur örskamma stund að gera. Kjúklingaspjótin er safarík, mjúk og bragðgóð. Kjúklingurinn er maríneraður með sítrónu, hvítlauk, steinselju og parmesan-osti. Kryddaður til með pipar, salti og chiliflögum. Spjótin eru tilvalin til að njóta með salati eða hvaða meðlæti sem hugurinn girnist eða þá bara ein og sér.

Unaðslega góð kjúklingaspjót á grillið

Uppskriftir | 6. ágúst 2023

Unaðslega góð kjúklingaspjót sem tekur örskamma stund að útbúa.
Unaðslega góð kjúklingaspjót sem tekur örskamma stund að útbúa. Samsett mynd

Þessa dag­ana er fátt skemmti­legra en að bjóða upp á girni­lega grillaða rétti sem eru bæði ein­fald­ir og hag­kvæm­ir. Mat­ar­blogg­ar­inn Vesela Asenova sem held­ur úti In­sta­gram reikn­ing­um @vessys_gour­met_kitchen deildi með fylgj­end­um sín­um upp­skrift að þess­um unaðslega góðu kjúk­linga­spjót­um sem tek­ur ör­skamma stund að gera. Kjúk­linga­spjót­in er safa­rík, mjúk og bragðgóð. Kjúk­ling­ur­inn er marín­eraður með sítr­ónu, hvít­lauk, stein­selju og par­mes­an-osti. Kryddaður til með pip­ar, salti og chili­f­lög­um. Spjót­in eru til­val­in til að njóta með sal­ati eða hvaða meðlæti sem hug­ur­inn girn­ist eða þá bara ein og sér.

Þessa dag­ana er fátt skemmti­legra en að bjóða upp á girni­lega grillaða rétti sem eru bæði ein­fald­ir og hag­kvæm­ir. Mat­ar­blogg­ar­inn Vesela Asenova sem held­ur úti In­sta­gram reikn­ing­um @vessys_gour­met_kitchen deildi með fylgj­end­um sín­um upp­skrift að þess­um unaðslega góðu kjúk­linga­spjót­um sem tek­ur ör­skamma stund að gera. Kjúk­linga­spjót­in er safa­rík, mjúk og bragðgóð. Kjúk­ling­ur­inn er marín­eraður með sítr­ónu, hvít­lauk, stein­selju og par­mes­an-osti. Kryddaður til með pip­ar, salti og chili­f­lög­um. Spjót­in eru til­val­in til að njóta með sal­ati eða hvaða meðlæti sem hug­ur­inn girn­ist eða þá bara ein og sér.

Kjúk­linga­spjót með sítr­ónu, hvít­lauk og par­mesanosti

  • 1 p grill­spjót
  • 1 kg kjúk­linga­lund­ir
  • ½  bolli ólífu­olía
  • 2 hvít­lauksrif
  • 1 msk. fersk stein­selja, söxuð
  • ½ sítr­óna, saf­inn og sítr­ónu­börk­ur
  • 3 msk.par­mes­an-ost­ur, rif­inn
  • 1 tsk. salt
  • Svart­ur pip­ar­eft­ir smekk
  • Smoky chili­f­lög­ur eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Leggið tré­spjót­in í vatn til að tryggja að þau brenni ekki.
  2. Skerið lund­irn­ar í bita sem eru um það bil sömu stærðar.
  3. Útbúið marín­er­ing­una, blandið sam­an ólífu­olíu, sítr­ónu­berki, sítr­ónusafa, hvít­lauk, stein­selju, par­mes­an-osti, pip­ar og chili­f­lög­um og hrærið vel sam­an.
  4. Hellið marín­er­ing­unni yfir kjúk­linga­bit­ana en takið smá til hliðar til að pensla eft­ir eld­un.
  5. Þræðið kjúk­linga­bit­ana upp á spjót­in.
  6. Grillið við meðal­hita á báðum hliðum þar til kjúk­linga­spjót­in eru elduð.
  7. Penslið af­gangn­um af mar­in­er­ing­unni á spjót­in eft­ir grill­un.
  8. Berið fram og njótið.
mbl.is