Bernaise kartöflusalat sem steinliggur með steikunum

Uppskriftir | 9. ágúst 2023

Bernaise kartöflusalat sem steinliggur með steikunum

Sumarblíðan leikur við landsmenn þessa dagana og þá er svo dásamlegt að setja eitthvað ljúffengt á grillið og vera með meðlæti sem slær í gegn. Eitthvað einfalt, þægilegt og ferskt. Þessa dagana eru kartöflusalöt mjög vinsæl í ýmsum útgáfum og hér erum við með eitt sem er einstaklega gott með hver kyns steikum. Berglind Hreiðars matarbloggari og sælkeri með meiru hjá Gotterí og gersemar á heiðurinn af þessu dásamlega Bernaise kartöflusalati sem er ótrúlega einfalt og þægilegt að útbúa.

Bernaise kartöflusalat sem steinliggur með steikunum

Uppskriftir | 9. ágúst 2023

Dásamlegt Bernaise kartöflusalat sem einfalt og þægilegt er að útbúa …
Dásamlegt Bernaise kartöflusalat sem einfalt og þægilegt er að útbúa og steinliggur með grilluðum steikum. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Sum­ar­blíðan leik­ur við lands­menn þessa dag­ana og þá er svo dá­sam­legt að setja eitt­hvað ljúf­fengt á grillið og vera með meðlæti sem slær í gegn. Eitt­hvað ein­falt, þægi­legt og ferskt. Þessa dag­ana eru kart­öflu­salöt mjög vin­sæl í ýms­um út­gáf­um og hér erum við með eitt sem er ein­stak­lega gott með hver kyns steik­um. Berg­lind Hreiðars mat­ar­blogg­ari og sæl­keri með meiru hjá Gotte­rí og ger­sem­ar á heiður­inn af þessu dá­sam­lega Bernaise kart­öflu­sal­ati sem er ótrú­lega ein­falt og þægi­legt að út­búa.

Sum­ar­blíðan leik­ur við lands­menn þessa dag­ana og þá er svo dá­sam­legt að setja eitt­hvað ljúf­fengt á grillið og vera með meðlæti sem slær í gegn. Eitt­hvað ein­falt, þægi­legt og ferskt. Þessa dag­ana eru kart­öflu­salöt mjög vin­sæl í ýms­um út­gáf­um og hér erum við með eitt sem er ein­stak­lega gott með hver kyns steik­um. Berg­lind Hreiðars mat­ar­blogg­ari og sæl­keri með meiru hjá Gotte­rí og ger­sem­ar á heiður­inn af þessu dá­sam­lega Bernaise kart­öflu­sal­ati sem er ótrú­lega ein­falt og þægi­legt að út­búa.

„Kart­öflu­sal­atið má út­búa með smá fyr­ir­vara og þá þarf aðeins að grilla steik­urn­ar og góð máltíð er til­bú­in á kortéri. Ég veit ekki af hverju mér hef­ur ekki dottið Bernaise kart­öflu­sal­at í hug fyrr en þetta var al­gjör snilld,“ seg­ir Berg­lind og bæt­ir við að kart­öflu­sal­atið hafi slegið í gegn hjá fjöl­skyld­unni.

Bernaise kart­öflu­sal­at

Fyr­ir 4

  • 700 g soðnar kart­öfl­ur
  • 100 g maj­ónes
  • 100 g til­bú­in Bernaise sósa í flösku/​dós að eig­in vali
  • 1 msk. estragon
  • 2 tsk. Dijon sinn­ep
  • ½ tsk. pip­ar
  • 3 msk. saxaður vor­lauk­ur/​graslauk­ur

Aðferð:

  1. Pískið maj­ónes, Bernaise sósu, estragon, sinn­ep og pip­ar sam­an í skál.
  2. Skerið kart­öfl­urn­ar niður í bita (c.a 4 hluta hverja, eft­ir stærð samt)
  3. Hellið maj­ónes­blönd­unni yfir ásamt vor­laukn­um og blandið var­lega sam­an með sleikju.
  4. Geymið í kæli fyr­ir notk­un. 
  5. Vert að skreyta kart­öflu­sal­atið þegar það er borið fram með graslauk eða vor­lauk sem klippt­ur er niður og jafn­vel krydda aðeins til með svört­um pip­ar.
mbl.is