Bernaise kartöflusalat sem steinliggur með steikunum

Uppskriftir | 9. ágúst 2023

Bernaise kartöflusalat sem steinliggur með steikunum

Sumarblíðan leikur við landsmenn þessa dagana og þá er svo dásamlegt að setja eitthvað ljúffengt á grillið og vera með meðlæti sem slær í gegn. Eitthvað einfalt, þægilegt og ferskt. Þessa dagana eru kartöflusalöt mjög vinsæl í ýmsum útgáfum og hér erum við með eitt sem er einstaklega gott með hver kyns steikum. Berglind Hreiðars matarbloggari og sælkeri með meiru hjá Gotterí og gersemar á heiðurinn af þessu dásamlega Bernaise kartöflusalati sem er ótrúlega einfalt og þægilegt að útbúa.

Bernaise kartöflusalat sem steinliggur með steikunum

Uppskriftir | 9. ágúst 2023

Dásamlegt Bernaise kartöflusalat sem einfalt og þægilegt er að útbúa …
Dásamlegt Bernaise kartöflusalat sem einfalt og þægilegt er að útbúa og steinliggur með grilluðum steikum. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Sumarblíðan leikur við landsmenn þessa dagana og þá er svo dásamlegt að setja eitthvað ljúffengt á grillið og vera með meðlæti sem slær í gegn. Eitthvað einfalt, þægilegt og ferskt. Þessa dagana eru kartöflusalöt mjög vinsæl í ýmsum útgáfum og hér erum við með eitt sem er einstaklega gott með hver kyns steikum. Berglind Hreiðars matarbloggari og sælkeri með meiru hjá Gotterí og gersemar á heiðurinn af þessu dásamlega Bernaise kartöflusalati sem er ótrúlega einfalt og þægilegt að útbúa.

Sumarblíðan leikur við landsmenn þessa dagana og þá er svo dásamlegt að setja eitthvað ljúffengt á grillið og vera með meðlæti sem slær í gegn. Eitthvað einfalt, þægilegt og ferskt. Þessa dagana eru kartöflusalöt mjög vinsæl í ýmsum útgáfum og hér erum við með eitt sem er einstaklega gott með hver kyns steikum. Berglind Hreiðars matarbloggari og sælkeri með meiru hjá Gotterí og gersemar á heiðurinn af þessu dásamlega Bernaise kartöflusalati sem er ótrúlega einfalt og þægilegt að útbúa.

„Kartöflusalatið má útbúa með smá fyrirvara og þá þarf aðeins að grilla steikurnar og góð máltíð er tilbúin á kortéri. Ég veit ekki af hverju mér hefur ekki dottið Bernaise kartöflusalat í hug fyrr en þetta var algjör snilld,“ segir Berglind og bætir við að kartöflusalatið hafi slegið í gegn hjá fjölskyldunni.

Bernaise kartöflusalat

Fyrir 4

  • 700 g soðnar kartöflur
  • 100 g majónes
  • 100 g tilbúin Bernaise sósa í flösku/dós að eigin vali
  • 1 msk. estragon
  • 2 tsk. Dijon sinnep
  • ½ tsk. pipar
  • 3 msk. saxaður vorlaukur/graslaukur

Aðferð:

  1. Pískið majónes, Bernaise sósu, estragon, sinnep og pipar saman í skál.
  2. Skerið kartöflurnar niður í bita (c.a 4 hluta hverja, eftir stærð samt)
  3. Hellið majónesblöndunni yfir ásamt vorlauknum og blandið varlega saman með sleikju.
  4. Geymið í kæli fyrir notkun. 
  5. Vert að skreyta kartöflusalatið þegar það er borið fram með graslauk eða vorlauk sem klipptur er niður og jafnvel krydda aðeins til með svörtum pipar.
mbl.is