Gómsætt umi nauta-ribeye að hætti landsliðskokksins

Uppskriftir | 12. ágúst 2023

Gómsætt umi nauta-ribeye að hætti landsliðskokksins

Bjarki brennur fyrir starfi sínu og veit fátt skemmtilegra en að matreiða kræsingar fyrir gesti sína og viðskiptavini í starfi sínu. Honum þótti það mikill heiður að vera valinn í íslenska kokkalandsliðið og telur það dýrmætt tækifæri til framtíðar. Hann hefur haft ástríðu fyrir matargerð og bakstri frá því hann man eftir sér.

Gómsætt umi nauta-ribeye að hætti landsliðskokksins

Uppskriftir | 12. ágúst 2023

Uppáhaldsrétturinn hans Bjarka þessa dagana er grillað umi nauta-ribeye borið …
Uppáhaldsrétturinn hans Bjarka þessa dagana er grillað umi nauta-ribeye borið fram með hasselback-kartöflunum, gljáðum gulrótum og béarnaise-sósu.

Bjarki brenn­ur fyr­ir starfi sínu og veit fátt skemmti­legra en að mat­reiða kræs­ing­ar fyr­ir gesti sína og viðskipta­vini í starfi sínu. Hon­um þótti það mik­ill heiður að vera val­inn í ís­lenska kokka­landsliðið og tel­ur það dýr­mætt tæki­færi til framtíðar. Hann hef­ur haft ástríðu fyr­ir mat­ar­gerð og bakstri frá því hann man eft­ir sér.

Bjarki brenn­ur fyr­ir starfi sínu og veit fátt skemmti­legra en að mat­reiða kræs­ing­ar fyr­ir gesti sína og viðskipta­vini í starfi sínu. Hon­um þótti það mik­ill heiður að vera val­inn í ís­lenska kokka­landsliðið og tel­ur það dýr­mætt tæki­færi til framtíðar. Hann hef­ur haft ástríðu fyr­ir mat­ar­gerð og bakstri frá því hann man eft­ir sér.

BjarkiSnær Þorsteinsson hefur ástríðu fyrir starfi sínu og er þakklátur …
BjarkiS­nær Þor­steins­son hef­ur ástríðu fyr­ir starfi sínu og er þakk­lát­ur fyr­ir tæki­færið sem hann fær með ís­lenska kokka­landsliðinu.

Að elda úr gæða hrá­efni og bjóða upp á per­sónu­lega þjón­ustu er eitt af því sem Bjarki legg­ur mikið upp úr í starfi sínu. „Ég vinn hjá Lux veit­ing­um og Sæl­kera­búðinni, þar sér­hæf­um við okk­ur í flott­um veisl­um þar sem meg­in­uppistaðan er gæðahrá­efni og per­sónu­leg þjón­usta við kúnn­ann. Við ger­um allt frá því að elda fyr­ir tvo og upp í tvö þúsund manna veisl­ur fyr­ir stærri fyr­ir­tæki,“ seg­ir Bjarki.

Hvaða þýðingu hef­ur það fyr­ir þig að vera í ís­lenska kokka­landsliðinu?

„Að vera í ís­lenska kokka­landsliðinu hef­ur mikla þýðingu fyr­ir mig. Það er dýr­mætt tæki­færi að vera val­inn í landsliðið, þetta er flott­ur hóp­ur sem margt er hægt að læra af og góður vett­vang­ur til að efla sig enn meira í fag­inu.“

Kokk­arn­ir á Grill­inu kenndu mér mest

Áttu þér fyr­ir­mynd þegar kem­ur að mat­ar­gerð?

„Fyr­ir mér eru all­ir fyr­ir­mynd­ir, það er ávallt hægt að læra eitt­hvað af öll­um. En þeir sem hafa kennt mér mest í mat­reiðslu eru strák­arn­ir sem kenndu mér á Grill­inu á Hót­el Sögu og svo lít ég mikið upp til Snæ­dís­ar, þjálf­ara ís­lenska kokka­landsliðsins.“

Hef­ur þú ávallt haft gam­an af því að elda mat og baka?

„Mér hef­ur þótt gam­an að mat­reiða og baka frá því ég man eft­ir mér, byrjaði ung­ur að leggja allt í rúst í eld­hús­inu heima og hef alltaf verið dug­leg­ur að prufa eitt­hvað nýtt þar og elda með fjöl­skyld­unni sem ýtti mér áfram út í þenn­an kokka­bransa.“

Hvar færðu inn­blástur­inn?

„Ég fæ inn­blást­ur alls staðar frá, úr nátt­úr­unni, þegar ég fer út að borða á veit­inga­stöðum víðs veg­ar um heim­inn, og svo frá öll­um í kring­um mig. Svo sér maður ansi margt á net­inu.“

Hver er upp­á­halds­rétt­ur­inn þinn? Hvað er það sem heill­ar þig við rétt­inn og á rétt­ur­inn sér sögu?

„Þar sem það er gott veður þessa dag­ana finnst mér gott að elda góða steik, ég hef mjög gam­an af því að grilla hvort sem það er úti á svöl­un­um heima eða uppi á jökli. Hér kem­ur upp­skrift að minni upp­á­halds­steik ásamt góðu meðlæti. Þetta er umi nauta-ri­beye með hassel­back-kart­öfl­um, gljáðum ís­lensk­um gul­rót­um og bé­arnaise-sósu.“

Hvern viltu skora á næst að deila með les­end­um upp­á­halds­rétti sín­um?

„Mig lang­ar að skora á Maríu Ósk Steins­dótt­ur, sem er aðstoðarmaður í kokka­landsliðinu ásamt því að vera mat­reiðslu­nemi hjá okk­ur hjá Lux veit­ing­um, að ljóstra upp sín­um upp­á­halds­rétti. Ég veit að hún á eft­ir að töfra fram ein­hvern dýr­ind­is­rétt sem á eft­ir að slá í gegn.“

Ribeye-steikin er ótrúlega ljúffeng grilluð.
Ri­beye-steik­in er ótrú­lega ljúf­feng grilluð.

Umi nauta-ri­beye með hassel­back-kart­öfl­um, gljáðum gul­rót­um og bé­arnaise-sósu

Umi nauta-ri­beye frá Úrúg­væ

  • ólífu­olía
  • hvít­lauks­geir­ar eft­ir smekk
  • rós­marínstilk­ar eft­ir smekk
  • salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Leyfið steik­inni að ná stofu­hita.
  2. Penslið steik­ina með ólífu­olíu og kryddið vel með salti, rós­marínstilk­um og hvít­lauks­geir­um. Leggið rós­marín­grein­arn­ar og hvít­lauks­geir­ana á steik­ina.
  3. Hitið grillið upp í 250-300°C.
  4. Leggið steik­urn­ar á grillið og steikið í 3-4 mín­út­ur á hvorri hlið, tím­inn fer eft­ir þykkt­inni en kjötið er til­búið þegar það hef­ur náð 52-55°C í kjarn­hita.
  5. Leyfið steik­un­um að hvíla í 5-10 mín­út­ur áður en þær eru born­ar fram.

Hassel­back-kart­öfl­ur

  • 4 bök­un­ar­kart­öfl­ur
  • 100 g smjör
  • 2 stk. hvít­lauks­geir­ar
  • salt eft­ir smekk
  • ferskt timí­an eft­ir smekk

Aðferð:

  1. For­hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Skolið kart­öfl­urn­ar og þerrið.
  3. Skerið djúp­ar, þunn­ar rif­ur í þær en passið þó að skera ekki al­veg í gegn­um kart­öfl­urn­ar svo að þær detti ekki í sund­ur.
  4. Setjið smjör, hvít­lauk og timj­an í pott og bræðið sam­an.
  5. Raðið kart­öfl­un­um í eld­fast mót og hellið smjör­inu yfir þær og ofan í rif­urn­ar, saltið síðan vel yfir kart­öfl­urn­ar.
  6. Bakið kart­öfl­urn­ar á 180°C hita í 60 mín­út­ur eða þar til þær eru bakaðar í gegn, gott er að taka þær út 1-2 sinn­um á þess­um tíma og ausa smjöri yfir þær.

Gljáðar gul­ræt­ur

  • 15 ís­lensk­ar gul­ræt­ur
  • 60 g smjör
  • 2 msk. hun­ang
  • timí­an
  • salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að for­hita ofn­inn í 200°C.
  2. Bræðið smjör við lág­an hita og blandið hun­angi, timj­an og salti sam­an við.
  3. Setjið ís­lensk­ar gul­ræt­ur í eld­fast mót. Hellið gljá­an­um yfir gul­ræt­urn­ar og bakið í 20 mín­út­ur á 200°C.

Bé­arnaise-sósa

  • 400 g smjör
  • 4 eggj­ar­auður
  • 1-2 tsk. estragon
  • 1 tsk. dijon-sinn­ep
  • 1 tsk. kjúk­lingakraft­ur, má sleppa
  • 1 msk. bé­arnaise essence
  • salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Bræðið smjör í potti.
  2. Setjið eggj­ar­auður, bé­arnaise essence, dijon-sinn­ep og kjúk­lingakraft í skál.
  3. Þeytið vel með písk þar til egg­in eru létt í sér.
  4. Þar næst skal hella volgu smjör­inu mjög var­lega sam­an við blönd­una í mjórri bunu og hrærið vel þar til allt smjörið hef­ur bland­ast sam­an við.
  5. Kryddið með estragoni og salti.
mbl.is