Tónskáldið Herdís Stefánsdóttir og Dustin James O'Halloran, tónskáld og píanóleikari, hafa fest kaup á glæsihúsi. Húsið var áður var í eigu Hafsteins Júlíussonar og Karitasar Sveinsdóttur sem reka HAF studio. Þau gerðu húsið upp á sinn einstaklega smekklega hátt þar sem ljósar innréttingar og marmari er í forgrunni.
Tónskáldið Herdís Stefánsdóttir og Dustin James O'Halloran, tónskáld og píanóleikari, hafa fest kaup á glæsihúsi. Húsið var áður var í eigu Hafsteins Júlíussonar og Karitasar Sveinsdóttur sem reka HAF studio. Þau gerðu húsið upp á sinn einstaklega smekklega hátt þar sem ljósar innréttingar og marmari er í forgrunni.
Tónskáldið Herdís Stefánsdóttir og Dustin James O'Halloran, tónskáld og píanóleikari, hafa fest kaup á glæsihúsi. Húsið var áður var í eigu Hafsteins Júlíussonar og Karitasar Sveinsdóttur sem reka HAF studio. Þau gerðu húsið upp á sinn einstaklega smekklega hátt þar sem ljósar innréttingar og marmari er í forgrunni.
Parið hefur gert það gott í tónlistarheiminum. Þau hafa búið til skiptis á Íslandi og í Los Angeles í Bandaríkjunum en eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa þau verið meira hérlendis. Það er því ekkert skrýtið að þau hafi fallið fyrir húsinu sem byggt var 1916 af Einari Arnórssyni ráðherra. Í gegnum tíðina hafa þekktir einstaklingar búið í húsinu en þess má geta að Halldór Laxness bjó þar á árunum 1930-1939 en á þeim árum skrifaði hann Heimsljós, Sölku Völku og Sjálfstætt fólk.
Herdís samdi til dæmis tónlistina fyrir Verbúðina ásamt Kjartani Hólm. Auk þess samdi hún tónlistina í nýjustu mynd M. Nights Shyamalans Knock at the Cabin.
„Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og spurði mig hvort ég vissi hver M. Night Shyamalan væri,“ sagði Herdís í samtali við mbl.is síðasta haust. Hún sagðist hafa vitað það. „Hann vill tala við þig eins fljótt og auðið er, ertu laus á morgun?“ spurði umboðsmaðurinn Herdísi þá.
Smartland óskar Herdísi og O'Halloran til hamingju með nýja húsið!