Ævintýrakonan og rithöfundurinn, Snæfríður Ingadóttir, og fjölskylda hennar lögðu nýlega keyrandi af stað frá Akureyri til Tenerife á gömlum Land Rover. Á leiðinni hafa þau skipulagt nokkur íbúðaskipti en markmiðið er að enda á Tenerife til að gera þar upp gamalt hús. Ferðavefur mbl.is heyrði í Snæfríði þegar þau voru að leggja af stað.
Ævintýrakonan og rithöfundurinn, Snæfríður Ingadóttir, og fjölskylda hennar lögðu nýlega keyrandi af stað frá Akureyri til Tenerife á gömlum Land Rover. Á leiðinni hafa þau skipulagt nokkur íbúðaskipti en markmiðið er að enda á Tenerife til að gera þar upp gamalt hús. Ferðavefur mbl.is heyrði í Snæfríði þegar þau voru að leggja af stað.
Ævintýrakonan og rithöfundurinn, Snæfríður Ingadóttir, og fjölskylda hennar lögðu nýlega keyrandi af stað frá Akureyri til Tenerife á gömlum Land Rover. Á leiðinni hafa þau skipulagt nokkur íbúðaskipti en markmiðið er að enda á Tenerife til að gera þar upp gamalt hús. Ferðavefur mbl.is heyrði í Snæfríði þegar þau voru að leggja af stað.
„Við erum bara fegin að vera komin af stað því þetta var tvísýnt. Bæði kom upp óvænt vesen með bílinn rétt fyrir brottför, sem var kannski ekkert óvænt því það er alltaf eitthvað þegar gamlir Land Roverar eru annars vegar, en svo þegar við loksins vorum búin að setja allt dótið í bílinn reyndist hann heldur rasssíður svo það var farið í að að létta hann á síðustu stundu,“ segir Snæfríður og bætir við að óveður í Danmörku hafi einnig sett strik í reikninginn og seinkað áætlun Norrænu.
Fjölskyldan hefur skipulagt Evrópuferðalagið í nokkurn tíma en það sem ýtti ferðaplönunum endanlega úr vör voru tímamót í fjölskyldunni.
„Elsta dóttir okkar, sem var að ljúka grunnskólanámi, er að fara í alþjóðlegan efterskole í Danmörku. Það verður mikið ævintýri fyrir hana og minnti okkur hjónin á að við áttum okkur ýmis áform um ævintýri sem fjölskylda, en þau áform voru orðin að fjarlægum draumi í hinu daglega amstri. Annars vegar hafði okkur lengi langað að ferðast um Evrópu með stelpurnar og hins vegar að gera upp gamalt hús á Tenerife. Við áttuðum okkur á því að tíminn væri að renna frá okkur þegar elsta dóttir okkar komst inn í þennan skóla og að þá værum við bara fjögur eftir. Við ákváðum því að spyrna við og keyptum gamalt hús á Tenerife og skipulögðum þetta ferðalag sem hefst á því að keyra hana í skólann þegar við komum til Danmerkur, og svo höldum við fjögur áfram niður eftir. Við vildum miklu frekar lenda í einhverju skemmtilegu frekar en að horfa upp á tómt unglingaherbergi heima á Akureyri", segir Snæfríður.
Eiginmaður hennar, Matthías Kristjánsson, tók það alfarið að sér að undirbúa bílinn fyrir ferðina en með í för er fullur kassi af varahlutum ef eitthvað skildi klikka. Þá pakkaði hann einnig eitthvað af verkfærum sem nýtast munu við húsaverkefnið á Tenerife. Sjálf sá hún um að finna íbúðaskipti á nokkrum stöðum á leiðinni. Snæfríður er þekkt húsaskiptadrottning og hefur haldið vinsæl námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands til að kenna fólki að skipta á húsnæði og láta drauma sína rætast.
„Ferðalagið til Tenerife mun taka tæpar þrjár vikur en auðvitað er hægt að keyra þetta á mun styttri tíma ef maður vill. Við þurfum að komast til Huelva á Spáni, þaðan fer ferjan til Tenerife. Eiginmaðurinn hefur auðvitað tröllatrú á þessum Land Rover Discovery I sem er 1991 módel en bíllinn hefur fylgt okkur lengi. Ég er með smá í maganum yfir þessu, en svo er ekkert víst að þetta klikki,“ segir hún og hlær.
Hvað varðar húsið á Tenerife þá segir Snæfríður að þau hafi fengið húsið ódýrt enda er það í algjörri niðurníslu.
„Húsið er staðsett nálægt höfuðborginni Santa Cruz og það hefur enginn búið þar í 12 ár eða meira. Það er því að mörgu að huga. Við byrjuðum á að hreinsa til á lóðinni í desember síðastliðnum og síðan þá hefur verið unnið í leyfisveitingum og breytingartillögum. Við vitum ekkert hvernig þetta verkefni mun ganga eða hversu langan tíma það mun taka en við erum spennt fyrir þessu og gíruð í að láta á þetta reyna, Við verðum annars á töluverðu flakki í vetur og höfum gert nokkur spennandi íbúðaskipti á næstu eyjum og erum með plön um nokkrar skemmtilegar gönguferðir, ætlum til dæmis að ganga þvert yfir Gran Canaria,“ segir Snæfríður.
Áhugasamir geta fylgst með ferðalaginu á Instagrammi Snæfríðar en þau hafa verið dugleg að segja frá ferðalaginu og undirbúningi þess á félagsmiðilinn.