Yfirborðsbreytingar við Öskju

Askja | 13. ágúst 2023

Yfirborðsbreytingar við Öskju

Veðurstofa Íslands hefur fengið ábendingu um skammlífan strók sem gæti verið til marks um aukna gufuvirkni í Bátshrauni austan við Víti. Þá mældist vatnshiti í Víti 27 gráður eða um 9 gráðum hærri en hann hefur mælst áður í sumar.

Yfirborðsbreytingar við Öskju

Askja | 13. ágúst 2023

Síðan landris hófst í Öskju fyrir um tveimur árum hafa …
Síðan landris hófst í Öskju fyrir um tveimur árum hafa landverðir, leiðsögumenn og aðrir sem eiga oft leið um svæðið verið beðnir um að fylgjast sérstaklega með yfirborðsbreytingum á svæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands hefur fengið ábendingu um skammlífan strók sem gæti verið til marks um aukna gufuvirkni í Bátshrauni austan við Víti. Þá mældist vatnshiti í Víti 27 gráður eða um 9 gráðum hærri en hann hefur mælst áður í sumar.

Veðurstofa Íslands hefur fengið ábendingu um skammlífan strók sem gæti verið til marks um aukna gufuvirkni í Bátshrauni austan við Víti. Þá mældist vatnshiti í Víti 27 gráður eða um 9 gráðum hærri en hann hefur mælst áður í sumar.

Síðan landris hófst í Öskju fyrir um tveimur árum hafa landverðir, leiðsögumenn og aðrir sem eiga oft leið um svæðið verið beðnir um að fylgjast sérstaklega með yfirborðsbreytingum á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Óvissustig Almannavarna

Ekki mælist aukin skjálftavirkni né aukinn hraði á landrisi á svæðinu. Ferðafólki er ráðlagt frá því að baða sig í Víti og dvelja langdvölum á svæðinu og minnt á að óvissustig Almannavarna er í gildi. Ferðamönnum er þá bent á að fylgjast vel með leiðbeiningum landvarða, sem allar eru unnar í samráði við Almannvarnadeild Ríkislögreglustjóra og Lögreglustjórann á Norðausturlandi.

Náttúruvárvakt Veðurstofunnar fylgist með mælingum á svæðinu allan sólahringinn, og vísindafólk og hagaðilar funda reglulega um stöðu mála. Starfsfólk Veðurstofunnar og Háskóla Íslands verður á svæðinu í næstu viku til að gera árlegar mælingar á aflögun og gasi. Niðurstöður þeirra mælinga nýtast til frekari túlkunnar á þeim breytingum sem eiga sér nú stað í Öskju, að því er fram kemur í tilkynningunni.

mbl.is