Teymi jarðvísindamanna heldur upp að Öskju á morgun til að framkvæma mælingar við eldstöðina. Vísindamennirnir munu meðal annars mæla hitastigi í Víti og gas á svæðinu.
Teymi jarðvísindamanna heldur upp að Öskju á morgun til að framkvæma mælingar við eldstöðina. Vísindamennirnir munu meðal annars mæla hitastigi í Víti og gas á svæðinu.
Teymi jarðvísindamanna heldur upp að Öskju á morgun til að framkvæma mælingar við eldstöðina. Vísindamennirnir munu meðal annars mæla hitastigi í Víti og gas á svæðinu.
Þetta segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Rúv greindi frá því fyrir skömmu að brennisteinsþef leggi nú upp úr Öskju.
Kristín Elísa segir engan gasmæli vera við eldstöðina en að slíkur mælir verði með í för á morgun.
Vatnshiti í Víti hefur mælst 27 gráður, sem er um 9 gráðum hærra en mælst hefur áður í sumar. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði við mbl.is fyrr í dag að kvika væri mögulega á litlu dýpi.
„Þá er þetta sem við erum að tala um bara á leiðinni. Ef hitinn í Víti er farinn að hækka svona mikið þá þýðir það að það er komin kvika þarna inn miðað við hvernig landbreytingin hefur verið,“ sagði Þorvaldur.
Landris hófst í Öskju fyrir um tveimur árum. Að sögn Kristínar hefur skjálftavirkni á svæðinu ekki aukist nýlega en Veðurstofan fylgist þó grannt með gangi mála.
Langtímaeftirlitsfundur verður haldinn á morgun þar sem meðal annars verður farið yfir stöðuna í Öskju og á Reykjanesi.