„Fyrirséð“ að hælisleitendur færu á göturnar

Flóttafólk á Íslandi | 14. ágúst 2023

„Fyrirséð“ að hælisleitendur færu á göturnar

„Þetta var alveg fyrirséð,“ segir Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar um þjónustumissi 53 einstaklinga sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Fréttir hafa verið færðar af fólki sem tilheyrir þeim hópi og á í engin hús að venda.

„Fyrirséð“ að hælisleitendur færu á göturnar

Flóttafólk á Íslandi | 14. ágúst 2023

Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var alveg fyrirséð,“ segir Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar um þjónustumissi 53 einstaklinga sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Fréttir hafa verið færðar af fólki sem tilheyrir þeim hópi og á í engin hús að venda.

„Þetta var alveg fyrirséð,“ segir Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar um þjónustumissi 53 einstaklinga sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Fréttir hafa verið færðar af fólki sem tilheyrir þeim hópi og á í engin hús að venda.

Spurð hvort málið verði tekið upp hjá allsherjar- og menntamálanefnd, sem hefur mannréttindamál á sínu borði, segir hún:

„Það finnst mér ólíklegt. Ég veit ekki hvort það sé neinn vilji hjá meirihlutanum á þingi til þess að gera það. Það hefur ekkert heyrst í félagsmálaráðherra sem er með þennan málaflokk á sínu borði. Dómsmálaráðherra finnst þetta í lagi og segir að lögin séu að virka.“

„Skapar vanda allsstaðar“

„Þetta er engin lausn. Þetta skapar ofboðslegan vanda alls staðar annars staðar í okkar kerfum,“ segir hún og nefnir félagslega kerfið og löggæslukerfið sem dæmi. 

„Einhverjir hafa orðið sér úti um tjöld og aðrir sofa á götunni.“

Helga, sem situr í allsherjar- og menntamálanefnd, segir nefndina hafa kynnt sér tilhögun þessa málaflokks í nágrannalöndum, sem myndu ekki synja fólki um þjónustu. 

„Ef þetta fólk var allt búsett í Hafnarfirði þá fara þau væntanlega og tala við félagsþjónustuna í Hafnarfirði. Þá held ég að það hljóti að verða mikið að gera hjá félagsþjónustunni hjá Hafnarfirði ef þetta er það sem stjórnvöld eru að hugsa sér,“ segir Helga í lokin.

mbl.is