Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ekki ástæðu til að oftúlka það sem er að gerast í Öskju. „Þar er búið að vera landris í tvö ár, land hefur risið um 70 sentimetra. Það virðist því ekkert lát á því.“ Páll segir ómögulegt að segja hvort komið sé að einhverjum tímamótum þar.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ekki ástæðu til að oftúlka það sem er að gerast í Öskju. „Þar er búið að vera landris í tvö ár, land hefur risið um 70 sentimetra. Það virðist því ekkert lát á því.“ Páll segir ómögulegt að segja hvort komið sé að einhverjum tímamótum þar.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ekki ástæðu til að oftúlka það sem er að gerast í Öskju. „Þar er búið að vera landris í tvö ár, land hefur risið um 70 sentimetra. Það virðist því ekkert lát á því.“ Páll segir ómögulegt að segja hvort komið sé að einhverjum tímamótum þar.
Hann efast líka um að vísindamenn sem fari á staðinn geti skorið eitthvað nánar úr um það. Skjálftamælar séu á svæðinu og þeir gefi bestu vísbendingarnar um hvort gos sé í aðsigi. Oftast sé fyrirvarinn lítill, skjálftahrina byrji nokkrum klukkustundum fyrir gos. Stundum sé fyrirvarinn meiri, líkt og verið hefur í gosunum á Reykjanesskaga nýverið.
Aðspurður hvers konar goss sé að vænta ef gjósi í Öskju svarar Páll: „Askja er ekki þekkt fyrir sprengigos. Tvö eru þó þekkt á síðustu tíu þúsund árum. Langflest gos í Öskju eru hraungos og ekki með neinni sprengivirkni. Síðasta gos var 1961 og þar áratugina á undan voru allmörg gos sem enginn tók eftir, þau voru svo lítil. Menn vita ekki nákvæmlega hvenær þau urðu, tóku bara eftir að eitt árið var komið hraun þar sem það hafði ekki verið áður.“
Páll telur því langlíklegast að þar verði lítið hraungos, þótt íslensk eldfjöll geti tekið upp á hverju sem er. Aukning í jarðhita þurfi því ekki endilega að segja til um að eldsumbrot séu á næsta leiti. Jarðhitaaukning hafi oft sést áður í sambandi við landris. Hitinn geti svo gengið til baka þegar land sígur aftur. „Það eru margar sviðsmyndir sem verður að taka með í reikninginn og nánast ógerningur að segja til um hver þeirra sé líklegust.“
Páll segir náttúruna fara sínu fram þótt spennustig sé hátt hjá þjóðinni eftir tíð eldsumbrot.