Fara yfir stöðu mála í dag

Askja | 16. ágúst 2023

Fara yfir stöðu mála í dag

Almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar munu halda reglubundinn fund vegna landrissins í Öskju. Þetta staðfestir Sólberg Svanur Bjarnason, deildarstjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. 

Fara yfir stöðu mála í dag

Askja | 16. ágúst 2023

Vatnshitinn í Víti hef­ur mælst 27 gráður, sem er um …
Vatnshitinn í Víti hef­ur mælst 27 gráður, sem er um 9 gráðum hærra en mælst hef­ur áður í sum­ar. mbl.is/Sigurður Bogi

Almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar munu halda reglubundinn fund vegna landrissins í Öskju. Þetta staðfestir Sólberg Svanur Bjarnason, deildarstjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. 

Almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar munu halda reglubundinn fund vegna landrissins í Öskju. Þetta staðfestir Sólberg Svanur Bjarnason, deildarstjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. 

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýsti yfir óvissustigi á svæðinu í september árið 2021. Sólberg segir að síðan þá hafi verið haldnir reglulegir fundir. 

Á fundinum í dag verða meðal annars fulltrúar almannavarna, fulltrúar Vatnajökulsþjóðgarðar og fulltrúar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. 

„Það hefur verið fundað reglulega um stöðu mála,“ segir Sólberg og bætir við að síðasti fundur var haldinn í júní áður en ferðamannatímabilið hófst við Öskju. Nú fer tímabilinu síðan að ljúka. 

Hann segir að fundurinn sé ekki haldinn sérstaklega í ljósi frétta af brennisteinslyktar sem fundist á svæðinu, en vissulega verði það rætt á fundinum. 

Engin breyting á virkninni

Sólberg segir að síðan landrisið hófst hafi staðan verið stöðug og engar mælanlegar breytingar á virkninni. 

Teymi frá Veðurstofunni held­ur upp að Öskju í dag til að koma fyrir gasmælum á svæðinu. Þá mun hópurinn mæla vatnshita í Víti. Hitinn hef­ur mælst 27 gráður, sem er um 9 gráðum hærra en mælst hef­ur áður í sum­ar.

Spurður hvort að fjarskiptasamband á svæðinu verði til umræðu segir Sólberg að Askja sé langt upp á hálendi. 

„Þar eru krefjandi aðstæður fyrir fjarskipti, bæði að koma þeim upp og í rekstrarlegum tilgangi,“ segir Sólberg og bætir við að notendur séu fáir. 

„Sú staða hefur verið lengi þekkt og ég held að allir viðbragðsaðilar og almannavarnir í sinni víðustu mynd eru meðvitaðir um. Hver og einn lítur til þeirrar sviðs ábyrgðar sem undir þá fellur með tilliti til þess hvað megi gera betur í því sambandi. Við gerum það líka – horfum heilt yfir.“ 

mbl.is