Ástralskur ferðalangur festist í þrjá tíma í hæsta kláfi í heimi á ferðalagi sínu um Víetnam. Kláfurinn, sem liggur í um 3000 metra hæð, er staðsettur á Fansipan-fjallinu í norðurhluta Víetnam.
Ástralskur ferðalangur festist í þrjá tíma í hæsta kláfi í heimi á ferðalagi sínu um Víetnam. Kláfurinn, sem liggur í um 3000 metra hæð, er staðsettur á Fansipan-fjallinu í norðurhluta Víetnam.
Ástralskur ferðalangur festist í þrjá tíma í hæsta kláfi í heimi á ferðalagi sínu um Víetnam. Kláfurinn, sem liggur í um 3000 metra hæð, er staðsettur á Fansipan-fjallinu í norðurhluta Víetnam.
Deildi hann ævintýrinu á TikTok-reikningi sínum, þar sem hann fer yfir stöðuna ásamt hópi ferðamanna sem var með honum í kláfinum. Í fyrstu stóð fólki skiljanlega ekki á sama um stöðuna þrátt fyrir að sá ástralski hafi reynt að lífga upp á stemmninguna. Segir hann meðal annars á einum tímapunkti að hann hafi loksins fundið hópinn sem hann myndi aldrei vilja festast í kláfi með. Það lifnar þó aðeins yfir hópnum með tímanum þótt augljóst sé að fólkinu líði ekki vel.
Eftir þrjá tíma kemst hópurinn loksins á fast land, þar sem starfsfólk biður hópinn innilegar afsökunar á óþægindunum.