Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sýndi málstað strandveiðisjómanna skilning á fundi hennar með fulltrúum þeirra á mánudag, en kvaðst vilja sjá hvaða tillögur til umbóta komi úr stefnumótunarverkefninu „Auðlindin okkar“ sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hrinnti af stað á síðasta ári.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sýndi málstað strandveiðisjómanna skilning á fundi hennar með fulltrúum þeirra á mánudag, en kvaðst vilja sjá hvaða tillögur til umbóta komi úr stefnumótunarverkefninu „Auðlindin okkar“ sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hrinnti af stað á síðasta ári.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sýndi málstað strandveiðisjómanna skilning á fundi hennar með fulltrúum þeirra á mánudag, en kvaðst vilja sjá hvaða tillögur til umbóta komi úr stefnumótunarverkefninu „Auðlindin okkar“ sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hrinnti af stað á síðasta ári.
Þetta kemur fram í bréfi sem Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur sent félagsmönnum um fudninn. Gert er ráð fyrir að tillögur starfshópa sem skipaðir voru í tengslum við „Auðlindina okkar“ verði kynntar í þessum mánuði.
Fram kemur að á fundinum sem LS hafði óskað eftir hafi auk forsætisráðherra verið viðstaddir þeir Arthur Bogason formaður LS, Magnús Jónsson formaður Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar og Kjartan Sveinsson formaður Strandveiðifélags Íslands.
Í bréfinu segir að rætt hafi verið meðal annars um:
Þá var „þeirri hugmynd var varpað fram á fundinum að gera 3-5 ára tilraun með að leyfa 4x12 veiðidaga á strandveiðum (skv. lögum) án þess að setja upp fyrirfram niðurneglt heildaraflamark. Í lok tilraunatímabilsins yrði staðan metin, bæði fiskifræðilega og hver þróunin hafi orðið í fjöldi strandveiðibáta.“
„Forsætisráðherra sýndi málflutningi okkar skilning en lagði áherslu á að hún vildi sjá hvað kæmi út úr vinnu stóru nefnarinnar sem starfar undir heitinu „Auðlindin okkar“,“ segir að lokum.
Strandveiðar voru stöðvaðar 12. júlí þegar tíu þúsund tonna aflaheimildir í þorski sem ráðstafaðar voru veiðunum kláruðust. Strandveiðisjómenn hafa um langt skeið krafist að fá að veiða í 12 daga í maí, júní, júlí og ágúst eins og gert var ráð fyrir þegar veiðikerfinu var komið á, en síðustu ár hafa heimildirnar klárast löngu áður en veiðitímabilinu lýkur.