„Við stöndum ofan á eldfjalli“

Askja | 16. ágúst 2023

„Við stöndum ofan á eldfjalli“

Gísli Rafn Jónsson, eigandi Mývatn Tours, segir að á mánudagskvöld hafi hann verið tvístígandi hvort hann ætti að halda áfram daglegum ferðum að Öskjuvatni. Eftir samtöl við jarðvísindamenn hafi hann þó ákveðið að halda áfram. Hann gagnrýnir viðbragðsleysi almannavarna og kallar eftir því að meira samtal sé við þá sem fara inn á svæðið daglega.

„Við stöndum ofan á eldfjalli“

Askja | 16. ágúst 2023

Gísli Rafn Jónsson hefur keyrt með ferðamenn upp að Öskjuvatni …
Gísli Rafn Jónsson hefur keyrt með ferðamenn upp að Öskjuvatni síðastliðna fjóra áratugi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gísli Rafn Jónsson, eigandi Mývatn Tours, segir að á mánudagskvöld hafi hann verið tvístígandi hvort hann ætti að halda áfram daglegum ferðum að Öskjuvatni. Eftir samtöl við jarðvísindamenn hafi hann þó ákveðið að halda áfram. Hann gagnrýnir viðbragðsleysi almannavarna og kallar eftir því að meira samtal sé við þá sem fara inn á svæðið daglega.

Gísli Rafn Jónsson, eigandi Mývatn Tours, segir að á mánudagskvöld hafi hann verið tvístígandi hvort hann ætti að halda áfram daglegum ferðum að Öskjuvatni. Eftir samtöl við jarðvísindamenn hafi hann þó ákveðið að halda áfram. Hann gagnrýnir viðbragðsleysi almannavarna og kallar eftir því að meira samtal sé við þá sem fara inn á svæðið daglega.

mbl.is ræddi við Gísla Rafn í Drekagili fyrr í dag. Var hann þar staddur með tugi ferðamanna á leið að Öskjuvatni. 

„Mér finnst bara að við sem flytjum fólk inn á þetta svæði á hverjum degi ættum að fá það á hreint frá almannavörnum hvort þeir telji þetta líka vera stöðuna, að Askja geti sprungið með litlum fyrirvara. Við stöndum ofan á eldfjalli þegar við förum í þessar ferðir. Það er eins og við stæðum ofan á miðri Heklu ef það færi að gjósa,“ segir Gísli Rafn.

Gísli Rafn á rútunni við Herðubreiðarlindir í dag.
Gísli Rafn á rútunni við Herðubreiðarlindir í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engin svör fengust

Hann segir að á meðan fáist ekki skýrari svör frá almannavörnum þá haldi þeir áfram að flytja fólk inn á svæðið, enda sé þetta jú atvinna þeirra. 

„Ég velti því alvarlega fyrir mér í fyrrakvöld hvort við ættum að halda þessu áfram eða ekki. Í gær var ég að flytja tæplega sjötíu manns inn á svæðið. Það skiptir ekki máli, hvort það eru fimm eða sjötíu, það er alltaf sama áhyggjuefnið,“ segir Gísli Rafn.

Hann segist hafa reynt að hafa samband við Veðurstofu Íslands og spyrjast fyrir hvort eitthvað vit væri í því að halda áfram ferðum að Öskju á meðan staðan er eins og hún er, en engin svör fengið. 

Því hafi hann brugðið á það ráð að hringja persónulega í jarðvísindamenn sem hann hefur kynnst í ferðum að Öskjuvatni. Þeir hafi sagt honum að hann ætti að halda áfram um sinn, á meðan engin skýrari merki væru um að gjósa færi í Öskju með skömmum fyrirvara. 

Merkingar um óróa við bílastæðið við Öskjuvatn.
Merkingar um óróa við bílastæðið við Öskjuvatn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sambandsleysi og erfitt að komast í burtu

Gísli Rafn bendir á að nauðsynlegt sé að vera í góðu sambandi við þá ferðaþjónustuaðila sem vinna á svæðinu og að allir séu meðvitaðir um hvað skuli gera ef til eldgos kæmi. Hann segir að bæta þurfi símasamband við Öskjuvatn til muna, bæði vegna náttúruvár en einnig ef slys verða. 

„Það er samband hér í Drekagili, en á leiðinni að Öskju, á bílastæðinu og inn við vatnið sjálft, þar er ekkert símasamband. Þú þarft að fara langt ef það kemur eitthvað upp á,“ segir Gísli Rafn.

Rútubílstjórar Mývatns Tours séu með talstöðvar sín á milli og niður í Drekagil ef eitthvað kemur upp á, en það eru fæstir þeir ferðamenn sem koma á eigin vegum að Öskju.

Hefur Gísli Rafn einnig orð á því að ekki sé auðvelt að rýma svæðið. „Það er ekki hraðbraut hingað upp eftir,“ segir hann og blaðamaður getur ekki annað en kinkað kolli eftir að hafa skoppað um í bílnum í þrjár klukkustundir frá Mývatnssveit.

Ferðamenn við Víti.
Ferðamenn við Víti. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is